föstudagur, 28. ágúst 2009

????

Ja það er spurning. Getur verið að það séu ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum eða er ég sú óskipulegasta sem um getur? Allavega þá flýgur tíminn og ég veit eiginlega ekki hvert hann fer. Síðan síðast hefur verið nóg að gera. Um verslunarmannahelgina skruppum við bestimann í smá ferðalag. Komum við á hóteli nokkru til að seðja hungrið, en vorum ekki á matmálstíma svo ekkert varð úr því. Eftir nokkra stund breiddist mikið bros yfir "andlit staðarins" og ég spurð/tilkynnt: Nú, þú ert bara með hækjur! --Hreint eins og ég hafi ekki vitað af því. --- Jamm, mér varð svarafátt, en var alveg komin að því að tilkynna andlitinu að það hefði gleraugu á nefinu. Óttalega hvað fólk getur verið eitthvað tvöþúsundogsjö! Einu sinni var mér meira að segja hrósað fyrir góðan píanóleik, og verandi á tveimur hækjum! Getið þið toppað þetta kæru vinir? --- Þrátt fyrir allt er ég ánægð með mínar hækjur og er byrjuð að kenna. Sumarið var yndislegt og er bara gott að byrja hina venjulegu vetrarrútínu endurnærð á sál og líkama. Ég skrifaði einhverntímann hér á síðuna að ég væri ættleidd og síðan tekin í fóstur. Blóðlega á ég alveg helling af systkinum sem ég þekki ekkert eða lítið, enda flestir búsettir andfætis. Núna eru hjá mér tvö af þessum ættboga og er það dulítið "eitthvað", en búskapurinn gengur þó mjög vel. Það sem ég á sennilega við er að ég vildi óska að fjölskylduflækjur væru ekki til í henni veröld, en mér verður aldrei að ósk minni í þeim efnum. Í æsku var ég aldrei lík neinum svo ég vissi til, en í dag veit ég að ég á mér marga tvífara, og svo er einnig um dóttlu mína. Tvífararnir búa bara í annarri heimsálfu. Þetta með eplið og allt það er sennilega engin vitleysa. --- Elskurnar mínar, á morgun, höfuðdag eru 33 ár liðin síðan við bestimann létum skíra dóttluna okkar, og hvort sem þið trúið því eða ekki heitir hún í höfuðið á mér! Þar til næst....

miðvikudagur, 19. ágúst 2009

tvær myndir




þetta er allt að koma.

enn og aftur


Er ein, kennarinn að fá sér kaffi.

Er í námi


Gengu svona lala

taka tvö


haha

prufa

bara að gá!

miðvikudagur, 12. ágúst 2009

yousavemefromIsave.

Flottur titill finnst ykkur ekki? Ekki fer ég nánar út í þá sálma, en mig langar í ró og reglu. Mig langar að þessu þvargi fari að ljúka svo landinn geti áttað sig á hvar hann stendur og haldið áfram. Í lífinu og öllu því sem því fylgir, einnig í blogginu og á fésinu. Bestimann er á fésinu, þökk sé Ameríkufaranum, eða þannig. Ég kíki stundum með góðfúslegu leyfi og hvað sé ég? Fullt af gömlum og góðum bloggvinum! Mér líst ekki á, ég vil fá þá til baka, allavega að hálfu. -- Ég á í nógu basli með að læra á græjurnar mínar þó svo ég fari ekki að eltast við allt hitt sem þessari dásamlegu tækni fylgir. ---Og nú spyr ég ykkur sem eruð svo dugleg að setja myndir inn í tölvu og þar fram eftir götunum, og ég VIL fá svar: --- Ég er búin að læra að setja myndir af myndavélinni inn í tölvuna, en þær koma sko ekki í réttri röð þar eins og þær eiga að gera. Þær eru réttar í myndavélinni! Ég kann ekki ennþá að setja myndir inn á þessa síðu mína svo mér finnst mér ekkert ganga í lærdómnum. Lærdómur? Staðreyndin er sú að ég hef ekki þolinmæði til að fikra mig áfram, ég verð að fá kennslu. Skyldi maður geta farið í bréfaskóla nú á dögum?! Hvað um það, lífið er gott og veðrið yndislegt. Sultan komin í krukkur, gestir komnir og farnir, andfætlingar væntanlegir og málaravinna vonandi framundan. ---Fékk í bakið á dögunum og ætlaði að vera svartsýn í svosem einhvern tíma, því ekki voru yousavefréttir og allt það uppörvandi. Lá fyrir framan sjónvarpið og góndi á kjellingar, hunda, kokka og annað lið sem vildi vinna og verða sem fallegast. Eftir smástund lá allt svo ljóst fyrir: svartsýnin fór veg allrar veraldar og ég skellihló. Mikið hvað hin mannlega vera getur verið vitlaus. Kannski er ég sú vitlausasta, því eitthvað á ég bágt með að verða svartsýn eða geta lært á tækniundrið sem heldur þó lífæðinni minni við Ameríku. Þar til næst sendi ég kærastar yfir.