
laugardagur, 30. janúar 2010
af húfum og "opplivelsi"

laugardagur, 23. janúar 2010
þegar kötturinn sefur....
Lífið á mínum bæ akkúrat núna er rafmagnað. Bestimann og píanóstillarinn sitja æpandi í stofunni, og það er ekki allt guðsorð sem upp úr þeim rennur. Tveir vel fullorðnir menn, og ég er hrædd við hjartaáfall með áframhaldandi látum. Hvað er svona merkilegt við handboltaleik? Staðreyndin er sú að ég hef alls ekki taugar í svona æsing, en mér finnst boltastrákarnir flottir yfir rass og læri! Þar með er það upptalið. Svarið mér ef einhver hefur orðið nennu til að kíkja hér inn. Af hverju eru körfuboltamenn í svona hallærislegum hnébuxum? Ég hef aldrei haft tækifæri á að skoða á þeim fyrrgreinda líkamsparta! Annars er allt í góðu, var á þorrablóti í gærkvöldi þar sem ég graðgaði í mig hákarli og súrmeti og hélt ásamt öðrum uppi fjörinu. Í þessum skrifuðu orðum heyri ég mikil óp úr stofunni, fer og tékka á stöðunni þar til næst.
mánudagur, 18. janúar 2010
Æfing

sunnudagur, 10. janúar 2010
Rólegheit

Jólasveinarnir farnir í Ketillaugarfjallið og glotta yfir fjörðinn. Þessir sem eru á myndinni lölluðu sér hinsvegar bara út í skúr, en áður en ég lít við verða þeir komnir í hús aftur, og svei mér ef ég bæti þá ekki í hauginn. Við þessi ræfilsgrey var hún dóttir mín svo hrædd í eina tíð að ég setti enga upp til skrauts. Eftir að daman yfirvann óttann kaupi ég fátt skemmtilegra fyrir jólin en jólasvein, og það skemmtilega er að hún elskar þá í dag! ----Kennslan hafin og kórastarfið byrjar á morgun og þá er rútínan eins og hún á að vera, en alltaf kemur þó eitthvað upp sem riðlar þessu venjubundna. Hvað varðar fréttir þessa dagana eru þær ekki þess fallnar að ég sitji við og gleypi allt hrátt. Er búin að reyna það, en þá kemur einhver spekingur og raskar öllum mínum ákvörðunum. Þar sem leiðslan í mér er mjög löng á sumum sviðum er ég hætt að reyna að botna í öllu veraldarvafstrinu og einbeiti mér þeim mun betur að reyna að skilja knock knock brandarana hjá litla Natta mínum. Sannast sagna gengur það ekki nógu vel, þrátt fyrir að Eyjólfur komi mér til hjálpar, en ég er betri í að syngja með honum (Eyjólfi) skvetta falla hossa og hrista. Þar er ég á heimavelli. ---Eiga ömmur að vera góða í bröndurum, og verða ömmur að geta prjónað og saumað? Í þessu er ég voða léleg.--- Nú er nýtt ár gengið í garð og ætla ég að einbeita mér að því að láta það verða gott. Litla fjölskyldan í bláa húsinu tekur að sér erfitt verkefni og ég ætla alltaf að vera til taks á hliðarlínunni ásamt því að hugsa vel um mæðginin í ömmuhúsi í sumar, en minn góði tengdasonur verður að láta sér nægja allar mínar bænir. Á þessum rólegheita nótum sendi ég kærastar yfir þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)