þriðjudagur, 25. október 2011
"sprell alife"!
Ég vil þakka öllum sem drukku með mér kaffisopann á dögunum fyrir síðast, og finnst að svona hittingur eigi að verða aftur. ----Er að hvíla mig á sjúkrahótelinu þessa vikuna og dveljum við bestimann í íbúð úti í bæ. Geislar og allt sem þessu fylgir er mín fulla vinna, en í aukavinnu fórum við hjónin á frumsýningu Töfraflautunnar og sáum svo Listaverkið í Þjóðleikhúsinu. Ég ætla ekki að fara grundikt í þessar sýningar, en mikið lifandis skelfing var þetta skemmtileg helgi. Fleira er á döfinni sem er skemmtilegt, sennilega svo skemmtilegt að ég gleymi kláða og bruna á geislasvæðinu. Nú er farið að styttast í annan endann og það veit himnafaðirinn og öll sú fjölskylda að þá verður kátt í kotinu, sko mínu altso!............Held svei mér þá að ég kaupi mér eitthvað fallegt og haldi svo veislu þar til næst. Ps. Ég er að fá fyndið hár!
miðvikudagur, 12. október 2011
og áfram seiglast ég.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)