miðvikudagur, 16. janúar 2008

Gaga, ga ga eða Gag(g)a!

Djúpur titill þar. Fyrir margt löngu fannst litlum fjölskyldumeðlimi algjörlega ómissandi að horfa á gaga. Þetta voru semsagt sjónvarpsauglýsinGA! Hljóp til og kallaði ga ga til að magna upp spennuna hjá sér. Þar hitti "Bingil Fannal Leynison" naglann á höfuðið án þess að kunna orðið almennilega, því auglýsingar í sjónvarpinu eru oft á tíðum alveg gaga. Þetta er annars ekki svo galið orð, mér finnst t.d. veðrið núna alveg gaga, var að verða gaga á að vera heima með veikt hné (fór til vinnu í gær) og ljótar fréttir sem ríða görðum og grindum eru algjört gaga. --Þá dettur mér hún Gagga Lund í hug, gamli söngkennarinn minn, en það var sko ekkert sameiginlegt með henni og orðinu. Þótt maður beri nafnið hennar fram með mjúku g hljóði. Dásemdarkona og skemmtileg. Í þessu gaga veðri í dag sá ég skondna sýn en fallega. Vel dúðuð kona dró snjóþotu með voffann sinn á þotunni, sá kunni að njóta sín en leit svolítið gaga út. Af þessu má sjá að "Bingil glillali" hefur sáð fínu orði og hugsa ég t.d. alltaf til hans þegar ég sé sjónvarpsauglýsingar. Nú er hann hins vegar orðinn stór, kann að segja rr, og hefur örugglega ekkert gaman að gaga lengur.---- Því miður verður ekkert af Ameríkuferð okkar hjóna í litla bláa húsið núna eins og til stóð, og er það miður.. Mikið miður... Útrætt og útgrátið að hætti hússins, en ég vil samt fá smá samúð! Gengur bara betur næst, en nú líður ekki svo langur tími þar til íbúar bláa hússins koma til okkar, og þá verður kátt í höllinni skal ég segja ykkur.--- Þegar undirleikarinn minn hjá Gleðigjöfum veifaði dagbókinni sinni og bað um tímasetningar fram á vorið féllust mér hendur yfir hvað tíminn líður hratt. Það er nánast allt bókað í tónlistinni fram á sumar, fyrir utan allt skólastarfið. Hvert flýgur tíminn?, og minn elskulegi kvað uppúr með það í dag að nú færi að líða að því að klippa rósirnar í sólskálanum...Ég hlýt að hafa misst eitthvað úr tímatalinu....Hvað um það, lífið er gott en svolítið gaga. Með þeim orðum segi ég búinn og heilagur.

12 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég finn til með ykkur að koma ekki út til okkar og við finnum til með okkur að þið komið ekki til okkar:)
En við sjáumst....bara 2 skipti eða eitthvað í þú veist og þá erum við komin:)
luf jú, Svanfríður

Nafnlaus sagði...

samúð...

En tilhlökkunin bara þeim mun meiri þar til Bandaríkjabúarnir koma :)

Nafnlaus sagði...

Ææ, það má segja að þetta ástand sé alveg gaga. En Guði sé lof fyrir Skype, og fleiri uppfinningar.

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum, föxuðum ég og foreldrar mínir bréf á milli. Við hittumst heldur ekkert í 6 mánuði...og svo aftur í 6 mánuði. Skelfilegt alveg!

Vorið verður komið, áður en við vium af...þó að það líti ekki þannig út....akkúrat í dag.

Kær kveðja, og mikil samúð vegna frestunarinnar.

B

Nafnlaus sagði...

æææ. en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
og ekki svona mikið gaga.

Nafnlaus sagði...

Ooooooo, en leiðinlegt. Greyið þú að geta ekki hitt liðið þitt í Ameríkunni... Ég er viss um að "Ameríkanarnir" eru ekki minni svekktir. Þú reynir bara að láta þér líða vel. Knús, Silja

Syngibjörg sagði...

Þú færð sko samúð hjá mér, mikla. En gott að lesa að þið eigið von á fjölskyldunni frá USA.

Nafnlaus sagði...

Æi leiðinlengt að þið komist ekki út! Annars er ég alveg fyllilega sammála þér með það að finnast dagatalið alveg gaga, jólin nýbúin og janúar að klárast! Það verður komið vor áður en við vitum af (sem betur fer:)
kv. Helga

Gróa sagði...

Samúð frá mér líka elsku Gulla mín.
Vona að þú verðir heima á Hornafirði þegar ég kem í vor :) :)
Veðrið hér í Aðaldalnum er ekki gaga bara svona lala !

Kveðja.

Nafnlaus sagði...

Þú færð allamína samúð líka Guðlaug mín. Tíminn er fljótur að líða og nú geut þú hlakkað til að fá fjölskylduna úr bláa húsinu til þín.

Það verður heldur ekki langt þangað til rósirnar þínar fara að gleðja ykkur.

Kær kveðja frá Selfossi

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt að þið komist ekki út. En láttu þér hlakka til þess þegar Svanfríður kemur til ykkar.
Já tíminn er fljótur að líða, alltof fljótur.
Bestu kveðjur austur á Höfn. Farin að sakna fjarðarins fagra óskaplega mikið og þarf að koma mér af stað heim í smá heimsókn.
Kveðja, Elsa Lára.

Nafnlaus sagði...

Já þú hefur sko alla mína samúð Gulla mín varðandi Bandaríkjaferðina ykkar. Mjög leiðinlegt að ekki skildi verða af henni :-/ Hinsvegar eru engin takmörk fyrir því hve tíminn er fljótur að líða og ungarnir þínir verða komnir í Hornafjörðinn áður en þú veist af!

Bahahahahaha, var að lesa frásögnina þína um subway ferðina...hef heyrt hana áður og guð minn góður hvað hún er hrikalega fyndin! Já það er ekki alltaf þrautalaust að verða stórborgarkona...hehe...

Bestu kveðjur af Júllatúninu,
Árdís

Ameríkufari segir fréttir sagði...

jæja mamma. Hvenær kemurðu með nýtt blogg?