miðvikudagur, 12. ágúst 2009

yousavemefromIsave.

Flottur titill finnst ykkur ekki? Ekki fer ég nánar út í þá sálma, en mig langar í ró og reglu. Mig langar að þessu þvargi fari að ljúka svo landinn geti áttað sig á hvar hann stendur og haldið áfram. Í lífinu og öllu því sem því fylgir, einnig í blogginu og á fésinu. Bestimann er á fésinu, þökk sé Ameríkufaranum, eða þannig. Ég kíki stundum með góðfúslegu leyfi og hvað sé ég? Fullt af gömlum og góðum bloggvinum! Mér líst ekki á, ég vil fá þá til baka, allavega að hálfu. -- Ég á í nógu basli með að læra á græjurnar mínar þó svo ég fari ekki að eltast við allt hitt sem þessari dásamlegu tækni fylgir. ---Og nú spyr ég ykkur sem eruð svo dugleg að setja myndir inn í tölvu og þar fram eftir götunum, og ég VIL fá svar: --- Ég er búin að læra að setja myndir af myndavélinni inn í tölvuna, en þær koma sko ekki í réttri röð þar eins og þær eiga að gera. Þær eru réttar í myndavélinni! Ég kann ekki ennþá að setja myndir inn á þessa síðu mína svo mér finnst mér ekkert ganga í lærdómnum. Lærdómur? Staðreyndin er sú að ég hef ekki þolinmæði til að fikra mig áfram, ég verð að fá kennslu. Skyldi maður geta farið í bréfaskóla nú á dögum?! Hvað um það, lífið er gott og veðrið yndislegt. Sultan komin í krukkur, gestir komnir og farnir, andfætlingar væntanlegir og málaravinna vonandi framundan. ---Fékk í bakið á dögunum og ætlaði að vera svartsýn í svosem einhvern tíma, því ekki voru yousavefréttir og allt það uppörvandi. Lá fyrir framan sjónvarpið og góndi á kjellingar, hunda, kokka og annað lið sem vildi vinna og verða sem fallegast. Eftir smástund lá allt svo ljóst fyrir: svartsýnin fór veg allrar veraldar og ég skellihló. Mikið hvað hin mannlega vera getur verið vitlaus. Kannski er ég sú vitlausasta, því eitthvað á ég bágt með að verða svartsýn eða geta lært á tækniundrið sem heldur þó lífæðinni minni við Ameríku. Þar til næst sendi ég kærastar yfir.

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég veit ekkert afhverju myndirnar koma ekki í réttri röð-það gerist einstaka sinnum hjá mér líka en ég yppi bara öxlum og raða þeim í rétta röð ef ég nenni;)
Klukkan að ganga miðnætti,allir hrjótandi hér.Eyjólfur tók á móti mér á bibbanum þegar ég kom heim úr vinnu rétt fyrir tíu og var himinlifandi að sjá spiderman ísklakana sem ég keypti.Annars töluðum við Eyjólfur heillengi saman í símanum áðan-Bjarni bangsi er EKKI með bleiu því hann er ekkert smábarn-þú eiga hann síðan you was smábarn mamma-þá veit ég það! Ég ekki lesa fyrir Natta-pabbi did that mamma. Natti vera smábarn. Þetta var mjög skemmtilegt símtal og hann er svo trúgjarn þessi elska-enda ekki orðinn fimm-að það er hægt að halda honum endalaust á línunni. En svo sagði hann; pabbi is snoring,I better go and check on him og þar með var það búið:)góða nótt.elska ykkur.

Nafnlaus sagði...

Ég er allavega hér ennþá :D

Myndir, hmm, þetta er ekkert vandamál með iPhoto, kemur alltaf í réttri röð en ég þarf reyndar að handraða þeim inn á forritið sem ég nota fyrir flickr síðuna mína. Hvaða myndaforrit ertu með á tölvunni?

Með myndir á heimasíðu, er eitthvað pláss hjá blogger fyrir myndir? ég er sem sagt með flickr síðu (ókeypis ef maður setur bara fáar myndir þar, en ef maður er til í að borga smotterí á ári fær maður nánast ótakmarkað pláss og hleður niður í fullum gæðum). Þaðan set ég myndirnar síðan á bloggið.

baun sagði...

það hlýtur nú einhver velviljaður og sæmilega tæknifróður að geta leiðbeint þér Guðlaug. langbest að læra þetta með því að GERA - með smá handleiðslu.
vona að þú fáir aðstoð, það er svo gaman að sjá myndir.

Ragna sagði...

Ekki ætla ég nú að leiðbeina þér með myndirnar því þetta er allt gert með sitt hvoru móti eftir því hvar heimasíðurnar eru vistaðar. Mín er vistuð á litlu einkaléni og ég veit að það er talsvert frábrugðið t.d. moggablogginu.
"Yousavemefromslave" Þetta er alveg snilldarsamsetning á orði sem lýsir ástandinu hjá okkur vel. Ég tek undir þetta neyðaróp, en auðvitað höldum við áfram að vera bjartsýnar.
Að endingu vona ég að þér batni í bakinu Gukðlaug mín.
Kær kveðja í bæinn ykkar.

Ragna sagði...

Æ fyrirgefðu þetta auka k í nafninu þínu. Svona er þessi tækni, alltaf að stríða okkur og bætir bara inn stöfum eftir eigin geðþótta. Ha,ha.

Lífið í Árborg sagði...

Ssæl Gulla og takk fyrir allar heimsóknirnar í Austurkot. Ég er sammála þér, ég sakna heimsóknanna á síðuna og samskiptin eru frekar ópersónuleg á Facebook. En þetta gæti lagast með haustinu.Þar sem þú notar sömu síðu og ég við bloggið þitt gæti ég líklega hjálpað þér við að setja inn myndir og fá tilbreytingu í síðuna þína. Best væri þá að við værum í spjallsambandi td. á Skype þar heiti ég thorunnelisabet þér er velkomið að bæta mér á Skype listann hjá þér ef þú vilt þiggja hjálp mína. Ég hef nægan tíma. Bestu kveðjur, Þórunn

Kristbjörg sagði...

ég veit nú ekki afhverju þ.ær koma ekki í rétta röð, ef þær gera það ALDREI er líklegast um stillingaratriði að ræða sem á jafnvel upptök sín í myndavélinni.þ
Ef þú ert að spá í að geyma myndir á netinu eða setja upp albúm tengd inn á bloggið þá mæli ég með picasa.com þeir eru beintengdir við blogger sv þetta er ekkert vesen.
Getur alltaf náð á mig á msn ef þþig vantar einhverja aðstoð.
Svo hef ég hugsað mér endurkomu á bloggið og þá fer ég nú örugglega að lesa bloggin líka :Þ)
Bestu kveðjur úr Hafnarfirðinum