laugardagur, 30. janúar 2010
af húfum og "opplivelsi"
Hef ekki átt húfu síðan ég var barn og hef ekki þurft á henni að halda því ég hef farið allra minna ferða á bíl, og þarf ekki húfu í heitum löndum. Hef verið nokkuð hugsandi yfir þessu klæðleysi undanfarið því nú get ég "skutlast" utanhúss. Sá eina græna baun í fyrra með flotta húfu og hef nánast slefað yfir listamanninum í Vík sem hannar og prjónar húfur eins og enginn sé morgundagurinn. Dúkkar þá ekki upp ein kær vinkona af góðri ætt sem ætlar að prjóna fyrir mig húfu! (Að vísu dúkkaði hún ekki upp, ég vissi af dömunni) Altso, í dag þegar hálfur bærinn minn argaði sig hásan fór ég á frelsinu í skutltúr og mér varð kalt á eyrunum undir einhverju sem kallast buff. Ákvað því að fjárfesta í almennilegri vetrarhúfu sem ég og gerði. Þegar ég sá téða húfu datt mér í hug græn baun, keypti fatið, skellti því á höfuðið og skutlaðist heim alsæl með heit eyru og rauða höku. Þegar vinkonan verður búin með hina húfuna á ég TVÆR húfur, og get skipt yfir í sumar og vetur! Opplivelsið mitt á hinn bóginn var að mér getur orðið kalt, það er ný tilfinning og ekki slæm. Þegar heim var komið skellti ég því frollunni á Beethoven til að sýna hvað hún er flott, en ég er þó viss um að húfan góða fer mér betur, enda er ég á lífi. "Sjálfhverf"? ég, ónei. Í þessum skrifuðu orðum er dóttlan mín, húfulaus, en í hvítum prjónakjól að leiða manninn sinn í leit að bókabúð down town. Kannski finna þau handritin þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Mikið er gerðarlega þessi húfa þín og örugglega hlý. Sérstök tilfinning að upplifa eftir mörg ár, hvernig það er að vera kalt á eyrunum, en þú fannst ráð við því.
Bestu kveðjur úr kotinu.
Fín húfa, og á maður að segja til hamingju með að hafa orðið kalt!
Flott húfa. Ég fattaði nýlega hvað það getur verið gott að eiga góða húfu. Fékk eina góða í afmælisgjöf, kannski er hún bara eins og þín, allavega mjög lík henni ;)
Jæja bestu kveðjur austur. Sjáumst kannski bráðum. Kv. Elsa Lára.
Kvitta fyrir innlitið frænka góð!
Kveðja Inda
Mér finnst Beethoven flottur með höfuðfatið en þú enn flottari :) Kossar og knús.
Næst fáum við mynd af þér með húfuna er það ekki? Hún er mjög flott og yljar örugglega vel.
Skrifa ummæli