Ligg í rúminu með lappann í kjöltunni, berst fimlega en er að verða hálf örg. Manneskja sem er sprautuð í bak og fyrir á ekki að fá hitapest eins og lítið barn. Svo er ég svoddan klaufi með litlu sætu tölvuna mína, en dóttlan mín fyrirskipar æfingu. Ok, nú er ég að æfa mig, en er þegar búin að ýta tvisvar á delete takkann því hann er svo asskoti nálægt backspace takkanum. Ef þetta pár mitt verður fullt af innsláttarvillum verður bara svo að vera. Svo poppa alls konar gluggar upp á skjáinn og ég reyni að verjast því ég nenni varla að byrja á párinu í þriðja sinn.Þóttist því aldeilis góð að geta sett inn mynd af síðasta móhíkananum sem ég kalla svo. Síðasta blómi sumarsins. Þessa dagana er Haití ofarlega í huga, því jafnvel það tengist á Hornafjörð. Það virðist vera sama hvar á jarðarkringlunni sem er, allsstaðar eru Íslendingar. Annar minn blóðleggur býr í OZ, og á ég bróður þar sem vinnur við sjónvarp. Einu sinni var hann við upptökur lengst inni í svartasta skógi í Afríku. Á leiðinni upp á herbergið sitt tók hann upp spjall við mann í lyftunni. Sá reyndist vera Íslendingur líka. Mig rennir í grun að flestir geti sagt frá ótrúlegum ferðum landans vítt og breitt um heiminn. Þrátt fyrir pestarskít er allt í góðum gír, en ég á að vera á kóræfingu, og líka á morgun og hinn og hinn.......Hef ekki efni á að kvarta og nota bara tímann að æfa mig á þessa litlu sætu sem kúrir hér. Vildi frekar að hér lægi malandi köttur. Hafið það sem allra best þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þér er velkomið að fá mína ketti-þeir myndu mala fínt fyrir þig:)
Láttu þér nú batna sem fyrst.Lufjú.
Góðan bata
Skrifa ummæli