sunnudagur, 10. janúar 2010

Rólegheit

Á mínum vígstöðvum er allt í rólegheitum og veðrið er líkt og á vori.
Jólasveinarnir farnir í Ketillaugarfjallið og glotta yfir fjörðinn. Þessir sem eru á myndinni lölluðu sér hinsvegar bara út í skúr, en áður en ég lít við verða þeir komnir í hús aftur, og svei mér ef ég bæti þá ekki í hauginn. Við þessi ræfilsgrey var hún dóttir mín svo hrædd í eina tíð að ég setti enga upp til skrauts. Eftir að daman yfirvann óttann kaupi ég fátt skemmtilegra fyrir jólin en jólasvein, og það skemmtilega er að hún elskar þá í dag! ----Kennslan hafin og kórastarfið byrjar á morgun og þá er rútínan eins og hún á að vera, en alltaf kemur þó eitthvað upp sem riðlar þessu venjubundna. Hvað varðar fréttir þessa dagana eru þær ekki þess fallnar að ég sitji við og gleypi allt hrátt. Er búin að reyna það, en þá kemur einhver spekingur og raskar öllum mínum ákvörðunum. Þar sem leiðslan í mér er mjög löng á sumum sviðum er ég hætt að reyna að botna í öllu veraldarvafstrinu og einbeiti mér þeim mun betur að reyna að skilja knock knock brandarana hjá litla Natta mínum. Sannast sagna gengur það ekki nógu vel, þrátt fyrir að Eyjólfur komi mér til hjálpar, en ég er betri í að syngja með honum (Eyjólfi) skvetta falla hossa og hrista. Þar er ég á heimavelli. ---Eiga ömmur að vera góða í bröndurum, og verða ömmur að geta prjónað og saumað? Í þessu er ég voða léleg.--- Nú er nýtt ár gengið í garð og ætla ég að einbeita mér að því að láta það verða gott. Litla fjölskyldan í bláa húsinu tekur að sér erfitt verkefni og ég ætla alltaf að vera til taks á hliðarlínunni ásamt því að hugsa vel um mæðginin í ömmuhúsi í sumar, en minn góði tengdasonur verður að láta sér nægja allar mínar bænir. Á þessum rólegheita nótum sendi ég kærastar yfir þar til næst.

5 ummæli:

Íris Gíslad sagði...

Ömmur þurfa hvorki að skilja brandara né kunna að prjóna. Ömmur eiga bara að gera það sem þær gera best hverju sinni. Held að aðal atriðið sé að veita ást og umhyggju. Skypið hlýtur að vera frábært að hafa þegar ástvinir búa langt í burtu. Frábært fyrir þig að geta séð guttana og sungið með þeim og reynt að skilja brandara :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já Íris-þú ættir að sjá hana mömmu þegar þeir byrja og segja "knock knock" og mamma svarar "who is there" en bankar gjarnan um leið;) LOL.

baun sagði...

Ömmur eru bestar:)

Ragna sagði...

Já ég samþykki það að ömmur séu bestar - við vitum það nú Guðlaug mín :) Það er sko gott að láta góðar bænir fylgja sér og ég veit að tengdasonurinn er þakklátur fyrir þær og ekki efa ég að þau í bláa húsinu fái líka góðar bænir frá ömmu.
Ég sendi þér og bestamann góðar kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár frænka - þau í litla bláa húsinu eiga eftir að standa sig, á því leikur enginn vafi.

Bestu kveðjur austur ..

Inda