fimmtudagur, 3. júní 2010

Jamm....

Þarf varla að taka það fram að myndin er tekin á vortónleikum Gleðigjafa
þar sem ungir og aldnir stilltu saman strengi. ----Sá mér til armæðu að ég skrifaði síðast 11. maí. Ekki að það snerti landslýð, en ég ætlaði að vera duglegri. Þetta er í raun eins og dagbók í mínum huga hvort sem fólk nennir að lesa hana eður ei. Gerði mér það til dundurs um daginn að fletta til baka, og sjá, það hefur sko margt á daga mína drifið sem mér fannst vera prenthæft. Annað sem ekki hefur verið fært til bókar hefur sem sagt ekki verið prenthæft.--- Eftir annir maímánaðar var hugur í mér. Vaknaði óvenju snemma á morgnana og var til í allt sem setið hafði á hakanum lengi. Eitthvað var ég sein í gang til að byrja með og ráfaði um húsið eins og svefngengill. Viti menn, einn daginn fylgdi líkaminn sálinni, og þá varð ekki stoppað. Nú er rósaskálinn, garðurinn, fataskápurinn, vaskahúsið og dittenogdattinn frá. Nú eru 98 heimalagaðar kjötbollur í frysti, (gerði þær sjálf) og milljón kleinur. (ó nei, góð vinkona í Gleðigjöfum færði mér þær fyrir Ameríkufarana) Fiskibollurnar verða gerðar fljótlega. Af mér nota bene. Inni í skáp eru tvö yndisleg lopavesti á guttana mína, prjónuð af góðri vinkonu, mikilli listakonu. Búið að fá sandkassa, playmo, lego, hjól , og fullt af bílum, og er ég búin að hugsa upp "lesu-skot". 7. júní skal verða pantað fyrir Eyjólf á ævintýranámskeið, en Natti minn er víst of ungur í svoleiðis. Þá "skutlumst" við bara í staðinn, en dóttlan mín verður bara að ákveða sjálf hvað hún vill gera, hef sumsé ekkert ákveðið fyrir hennar hönd! ---Þetta eru góðir dagar, en eins og lesa má get ég varla beðið eftir að fá þá sem ég elska mest í hús. -- Potaði í dag niður 130 sumarblómum í minningarreitinn við kirkjuna, æfði kvartettinn fyrir söng á laugardaginn og fór í langan "göngutúr" á nýja veginum meðfram ströndinni þaðan sem útsýnið er milljón dollara virði. Komið ef þið þorið í bollur og göngutúr þar til næst.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Æi hvað þetta var yndislegur pistill og svo létt yfir honum.Þér greinilega líður vel.Ég hlakka svo til að fá tjötbollur,fiskibollur og hurru-FARSBOLLUR.Þær mega engan veginn gleymast!Svo ef það verður humar þá engan hvítlauksleginn takk fyrir takk heldur bara soðin skott á ristuðu brauði með majonesi og köld léttmjólk með.Svo máttu alveg ákveða fyrir mig einhverja dagskrá.Þá þarf ég ekkert að hugsa ;)

baun sagði...

Mér heyrist þú hafa nóg að gera, það er líka best:)

Álfheiður sagði...

Greinilega nóg að gera á Hólabrautinni! Kannski maður kíki í bollur einn daginn :o)

Íris Gísladóttir sagði...

Mikið verður gaman hjá ykkur þegar þríeykið mætir í hús. Lesu skot hljómar dásamlega.

Egga-la sagði...

Mikið verður gaman hjá ykkur.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ef ég bara ætti leið um þá tæki ég þig á orðinu!