sunnudagur, 24. október 2010

Góðir hálsar...

Veit aldrei hvað barnið á að heita.... en góðir hálsar, lífið er bara nokkuð gott, en þó hikstaði ég og bölvaði hressilega í morgun þegar ég leit út. Landið leit út eins og á fallegu jólakorti, og það á Hornafirði. ( Skutlan hreyfir sig ekki á meðan) Kötlumótið á Flúðum gekk vel, en það skal enn og aftur fara í "pirrurnar" á mér þegar fjölmiðlar sjá ekkert fréttnæmt við viðburð sem svona kóramót eru, en þeir eru ekki lengi að þefa uppi og segja okkur blá-saklausum frá brjóstskorum og rasslyftingum þeirra "frægu". Ég veit svosem ekki hvar pirran í mér er, en hún kemur ansi oft við sögu. ---Vitið þið hvar pirran er?-- Skyldu t.d. fimleikadömurnar í Gerplu fá rauða dregilinn og veislu við heimkomuna, og ætli einhver muni eftir þeim þegar á að velja íþróttamenn ársins? Nei góðir hálsar, svoleiðis gerist ekki. Ef ég myndi lemja nágranna minn og saga niður trén hans kæmist ég fljótt í fréttirnar, en með þannig fréttamennsku er enn frekar verið að ala á depurð og vanlíðan landans. Já, máttur fjölmiðlanna er mikill, og finnst mér sannast sagna að þeir mættu gegnumgangandi vera á jákvæðari nótum þótt útlitið sé ekki alltaf bjart. Þessi vika sem liðin er fá Kötlumóti hefur verið nokkuð létt, en í komandi viku fer allt í sömu skorður. Mér líkar bara nokkuð vel við skorður þar til næst.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Og ef einhver hefdi verid laminn a Kotlumotinu tha hefdi thad pottthett komist i frettirnar.Fyrirgefdu stafina en eg er hja Helen:)Elska ykkur.

Lífið í Árborg sagði...

Ég bíð spennt eftir þeim degi þegar jákvæðar fréttir koma í útvarpi eða sjónvarpi. Ég beið líka spennt eftir að sjá hvernig móttökur "stúlkurnar okkar" fengju við heimkomuna, það voru vonbrigði að sjá hve lítið var gert úr þessu mikla afreki þeirra. Það eru líka pirrur hjá mér eins og hjá þér.
Bestu kveðjur í jóla Hornarfjörð,
frá kattafólkinu í kotinu í suðri.

Íris Gíslad sagði...

Fjölmiðlum finnst svona skemmtilegheit ekkert spennandi. Og það var lítið fjallað um afrek þessara flottu fimleikastúlkna. Mér finnst yfirleitt lítið fjallað um allt það uppbyggilega sem unga fólkið okkar, æska landsins er að gera. Hef reynt að benda fjölmiðlum á ýmislegt t.d Legó-keppnina sem mér finnst snilld. En þeir eru fljótir að tilkynna ef þessi sama æska er með ólæti eða eitthvað því um líkt. Ég veit ekki hvar pirringurinn er, var ekkert minnst á hann í líffærafræðinni ;)

baun sagði...

Er ekki hægt að fá vetrardekk undir skutluna?