fimmtudagur, 17. nóvember 2011

Svoddan er það nú....

Jæja gott fólk nú eru tvær vikur frá síðustu geislum og þá hélt ég að allt væri nú orðið gott. Ég er enn að brenna undan þeim og komin með bullandi sýkingu. Er að verða alveg hundleið á þessu og bið bara orðið um gott veður mér til handa, þrátt fyrir hitabylgju utandyra. Sálin er þó í góðum gír þrátt fyrir allt, og meðan svo er "höndla" ég þetta. Þegar ég verð komin í stuð þá skrifa ég pistil sem eitthvert fútt verður í en núna er fúttið í fýlu. Jólapakkinn í litla bláa húsið fer á morgun og það var svo gaman að týna í hann. Það verður ekki langt í að ég setji sko mína sveinka upp, og draumurinn er að geta baka nokkrar kökur. En þar til næst kveð ég frk. fýlu og sendi ljúfastar yfir.

9 ummæli:

Egga-la sagði...

Ekkert að því að vera í fýlu öðru hverju, maður getur ekki alltaf verið í fersku rjómaskapi. Rjóminn súrnar líka. En verður gaman að lesa þig í ferskara skapi síðar. Góða helgi á meðan og vonandi fer þetta allt að skríða saman núna. Komin tími til.

Nafnlaus sagði...

Það þarf að vera í fýlu af og til .Vonandi fer þetta að lagast hjá þér fínust mín, láttu í þér heyra þegar þú "nennir"að fá heimsókn. Stærsta knús á ykkur, Magga

Ragna sagði...

Það er gott að heyra frá þér Guðlaug mín þó ég hefði óskað betri frétta. Það er nú aldeilis í lagi að vera öðru hvoru í fýlu. Er ekki sagt að enginn kynnist birtunni sem ekki hafi kynnst myrkrinu. Ég hlakka til að heyra þegar sýkingin er í burtu og góða skapið komið í réttan gír.
Kær kveðja til ykkar í fjörðinn fagra

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég held þú sért ekki í fýlu mamma mín. Ef ég les þig rétt þá ertu orðin þreytt og leið á þessu öllusaman og skal engan undra. Elska þig:)

Íris sagði...

Eðlilegt að vera svoldið pirrípú yfir þessu. Knús á þig og vona að sýkingarnar fari að hypja sig

Íris sagði...

Eðlilegt að vera svoldið pirrípú yfir þessu. Knús á þig og vona að sýkingarnar fari að hypja sig

Lífið í Árborg sagði...

Ég er ekkert hissa þó þú sért búin að fá nóg, þessu hlýtur að fara að ljúka og þá fáum við pistil með góðum fréttum. Góðar óskir frá Fossbúum með batakveðjum.

Elísabet sagði...

Sendi mínar björtustu batakveðjur austur!

Frú Sigurbjörg sagði...

Út með sýkingu og fýlu, inn með jólin og sveinka! Gulla litla trónir glottandi á kommóðunni og vekur athygli gesta, allsendis sátt við að vera eina jólaskrautið, ennþá : )