miðvikudagur, 4. júlí 2012

Enn það sólskin um mýrar og ..........

Gatan hér er mjög falleg, eða réttara sagt húsin og garðarnir við hana. Margir klippa gróðurinn til í skúlptúra, og er þetta virkilega fallegt. Gras er ekki víða því þá þyrfti að vökva látlaust, og vatn er ekki eitthvað sem fólk bruðlar með. Hér er hitinn alltaf eins, 35 - 40 stig, en loftið er þurrt svo þetta er ekkert bagalegt. Húsin eru vel loftkæld og hansagardínur halda sólinni úti. ------ Í þessum hita og ljúfa lífinu þessa dagana bregður svo við að ég finn ekkert til í skrokknum. Krabbameinstaflan sem ég tek daglega hefur valdið stirðleika og leiðindum, en núna......volá..... Mikið gaman framundan, LA .... kannski verðum við fræg..... ef ekki þá er það bara allt í lagi þar til næst.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Manstu ekki eftir mér? Mikið líturðu vel út beibí, frábært hár.....

Ragna sagði...

Mikið er gott að hitinn fer svona vel í þig. Ég hef verið að hugsa til ykkar þegar ég fylgjist með veðrinu í sjónvarpinu og hef séð að það er alltaf svo heitt.

Þið mæðgur verðið örugglega flottustu beibin í LA. Kær kveðja til ykkar allra.

Frú Sigurbjörg sagði...

Svo gaman að lesa um ykkar dásemd og gleði. Hjartans kveðjur yfir hafið til ykkar allra!