mánudagur, 20. ágúst 2007

haust?

Hvenær eru skilin milli sumars og veturs, og hvenær byrjar haustið? Kannski þegar skólarnir byrja, kannski eftir verslunarmannahelgina eða kannski bara um miðjan september. Ég hallast að því síðastnefnda. Að mínu mati byrja skólarnir of snemma, og lenging skólaársins er ekki fýsilegur kostur, allavega ekki fyrir mörg landsbyggðabörn. Núna er farið að rökkva en börnin á Höfn eru ennþá í fallin spýta og öðrum útileikjum því veðrið er einfaldlega of gott til að fara inn að sofa. Ég er að setja mig í haustkennaragírinn, og hlakka til eftir mánuð, þá er nefnilega haustið komið og allt farið að renna ljúflega. Þá eru allir "ástar,menningar,franskir,danskir,ítalskir og færeyskir dagar yfirstaðnir en kjötsúpuát og sláturtíð tekin við. Það er annað sem fylgir haustinu:, alto hausttískan sem tröllríður í öllum glanstímaritum nútímans. Núna veit ég t.d að Smoky augnförðunin verður áberandi á vetri komanda. Það er gott að vita það, en auðvitað gat ég svosem sagt mér það sjálf .. liggur í augum uppi. Náttúran og gróðurinn breytist eftir árstíðum, allt er svo bjart á sumrin en "smoky" á veturna, því þá er allt svo kalt! Svo á maður líka að nota gott rakakrem sem fyllir upp í hrukkur og aldeilis ómissandi er að nota rakasprey! Þá veit maður það. Konan sem var á undan mér í Leifsstöð fyrir stuttu hefur vitað þetta langt á undan mér, því hennar snyrtivörur kostuðu 35 þúsund krónur, en hún var bara ekkert fallegri en ég!!--- En, til að við konur séum nú réttu megin í tískunni við súpu-berja og sláturgerð á haustdögum skulum við ekki gleyma að eiga "nauðsynlegustu" hluti í buddunni. Sumsé, augnhárabrettara, gott sólarpúður og hyljara. (nb. hvað eigum við að hylja?) Ég býð góða nótt með hausttísku-augnförðun á heilanum.

8 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú þarft sko ekki að hylja neitt því þú ert svo falleg.
Svanfríður

Nafnlaus sagði...

Mér finnst það nú orðið fyrsta merki um að haustið sé komið þegar ég kem út og sé að það hefur aðeins hrímað og finn svona einhverja haustlykt. Þá veit ég að haustið komið og neita alveg að viðurkenna það fyrr. Hérna áður miðaði ég við það þegar maður sá krakkana með skólatöskurnar á bakinu trítla í skólann. Ég er þér hinsvegar hjartanlega sammála að skólinn byrjar orðið allt of snemma.
Kær kveðja frá Selfossi.

Egga-la sagði...

Rakst ég ekki á gamla píanókennarann minn hér á mínu endalausa flakki um netheiminn.Gaman að því.Reyni að finna sem flesta hornfirðinga sem blogga.
Kveðja frá Noregi.
Helga Dís

Nafnlaus sagði...

Haustið er komið, þegar það kemur "skólaveður"... Undanfarna daga hefur verið skólaveður í Reykjanesbæ. Skólaveður er úlpu-, og alveg að koma gammosíuveður. Ekki rigning, heldur háskýjað og nokkuð lygnt.

Hana, þar hefur þú það. Ég er ekki mikill spartlari. Reyni sem helst að líta út "au natural"

Kv,
B

Nafnlaus sagði...

hefði haldið að "smokey" augnförðun væri þannig að maður yrði píreygður...svona eins og maður væri staddur í reykjarkófi. er það rétt?

Ameríkufari segir fréttir sagði...

já píreygður segirðu Baun. Ef að París, Mílanó og hinar tískuborgirnar halda að það sé kynferðislega kósý að vera píreygður þá þarf nú að fara að endurráða tískugúrúa...

Nafnlaus sagði...

Við sem erum svona fallegar látum nú bara júgursmyrslið duga, skellum á okkur svuntu og skýluklút, brettum upp ermar og saumum saman sláturkeppi!

Nafnlaus sagði...

martein@mmedia.is

kveðja
Þóra Marteins