miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Gamaldags?

Ég held það, enda fædd um miðja síðustu öld. Kanasjónvarpið, þvottalaugarnar, strætóar með stórt húdd og fáar steyptar götur í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Íslenska sjónvarpið kom þegar ég var unglingur, og fyrsta kvöldið sem sent var út voru götur borgarinnar tómar. Det var i den tid eins og sagt er, en ég stend mig að því að hugsa stundum afturábak og bera saman nútíð og fortíð. Ekki er það alltaf fortíðinni í hag, en samt....... Ég hef áður þeyst hér um á síðu minni um tækniundur nútímans og þarf ég endilega að bæta um betur. --Gamaldags?--- eða hef ég bara ekki náð að fylgjast með? Lái mér hver sem vill, því tæknin er fljótari en heilinn í mér virkar. Hver sá sem kominn er á minn aldur man ekki eftir auglýsingunni: Frá hatti ofaní skó,PLÓ.--- Í dag las ég auglýsingu sem sagði mér að ég ætti að breyta viðhorfi mínu til lísins, sagði mér einnig að með því að kaupa bæri það vott um félagslegan hreyfanleika!! Að endingu stóð: Vertu genuine.--- Það var og.----- Það var verið að auglýsa bíl, af tegundinni Ford.--- Við hjón höfum átt Ford, en ég man ekki til að viðhorf okkar til lífsins hafi breyst á nokkurn hátt við að eiga þannig tegund. Viðhorf mitt til lífsins hefur ekki breyst þrátt fyrir allt auglýsingaskrum heimsins, ég held bara mínu lífi áfram í sátt og samlyndi við (vonandi) Guð og menn.--- Í dag horfði ég á haustið smjúga um garðinn minn. Tugir þrasta voru að róta upp fína kurlinu í birkibeðinu, örugglega að tína alla þá maðka sem þeir geta borið við flug sitt burt frá landinu. Þá kom "soldið" haust í mig, en það er allt í lagi, því í dag var ég glöð. Glöð yfir yndislegum tónleikum sem ég hlustaði á í gærkvöldi, (Sigurður Flosason og Sólrún Bragadóttir)yfir stundaskránni minni sem er að smella saman, yfir litla Nattanum mínum í Ameríku sem er orðinn 8 kíló, og yfir æðstasnúð sem var svo duglegur hjá tannlækninum í gær. Þrátt fyrir allt ELSKA ég nútímatækni, því hún færir mig nær þeim sem ég elska mest. Þakka þeim sem á hlýddu!!

11 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú hefur staðið þig vel í þessum tækniframförum-kommon þú ert farin að blogga og ekki veit ég um margar konur í þínum vinahóp sem gera það. Þú ert þá bara svona kúl-enda móðir mín:)

Nafnlaus sagði...

Sammála dotturinni.

MJÖG kúl.

Kær kveðja,
B

Védís sagði...

Sammála Svanfríði

Nafnlaus sagði...

Tæknin er yndisleg en jafn flókin og hún er yndisleg..
Annars er ég alveg sammála fyrsta ræðumanni.. Þú stendur þig vel..

Bestu kveðjur frá Groton,
Linda Svanfríðar-vinkona)

Nafnlaus sagði...

Hey ég varð númer 1000!!!!
En skemmtileg tilviljun.
Biðjum að heilsa
Elfa og co

Nafnlaus sagði...

hvurslags er þetta, svanfríður sagði ekkert um það að þú værir farin að blogga! ég var bara að sigla um netheiminn og rakst á "móður mína í kví kví". flott hjá þér og gaman að sjá þig hér takandi þátt í þessum nýja viðbótarheimi. ekki mikið mál að sjá að rithrynjandi svanfríðar er frá þér fallinn, og þá meina ég ekki að þú hafir týnt þínum, þú er snilldarpenni, bara svona "sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" sögn......bið að heilsa í húsið þitt í fallega umhverfinu...

Nafnlaus sagði...

Bíddu,bíddu segji ég eins og Stella ! Flott hjá þér ! Komin á "kaffilistann"

Nafnlaus sagði...

Þrátt fyrir "tækni- þetta og hitt" þá mæta þrestirnir í beðin, sólin kemur upp og blómin springa út á vorin. Það eru líka hlutirnir sem skipta raunverulega máli og breytast ekki...

Þið mæðgur eruð skemmtilegir pennar og ég verð nú fastagestur hjá þér líka (stalkera fjölskylduna....muhaha)

Elísabet sagði...

flottar pælingar og ég er algerlega sammála dóttur þinni sem veit hvað hún syngur:)

Nafnlaus sagði...

Ég er ein af gamla skólanum sem man vel eftir auglýsingunni "Allt frá hatti ofaní skó. Verzlunin P&O". Ég er líka sammála þér um auglýsingarnar sem maður heyrir og sér í dag og finnst svo margt af því vera algjört rugl.
Höldum svo bara áfram að vera svaka kúl og bloggum eins og unga fólkið.
Kær kveðja frá einni á Selfossi sem er frá miðri síðustu öld.

Kristbjörg sagði...

Þú ert nú bara ansi tæknivædd þykir mér og varst nú bara nokkuð fljót að læra í hraðkennslustundinni í sumar :)
ÞAð er líka allt í lagi að vera bæði gamaldags og nýmóðins. Ég er það allavega.
Bestu kveðjur úr Hafnarfirði. Er að komast í gang eftir sumarhvíldina. Líka gott að taka frí frá bloggi :)