miðvikudagur, 10. febrúar 2010
sagan endalausa
Nú hef ég fundið upp heljarins mikið ráð, og fæ ykkur með í bisnissinn. Auðvita bara þá sem hafa áhuga. Ég ætla nefnilega að taka lán út á andlitið á mér, altso á langveginn, því ég er öll uppí móti. (eða níðrí móti). Lánið verður sirka svona stórt/langt..... Svo lána ég þér bloggvinur góði sirka helminginn af því og þú borgar mér með engu veði, en lánar aftur á móti ömmu þinni hlut af þínu og maki þinn afa sínum. Þar er kominn slatti af millum. Til að gera enn betur taka töntur og aðrir sem lítið hafa að segja innan familíunnar veð í lánum afa ykkar og selja það til fjarskyldra móðurafa. Gott ef þeir eru ekki þrír, en þegar þarna er komið sögu hljóta allir að hafa grætt töluvert og geta hætt að fjárfesta í andlitinu mínu. Ekki er það svo, því familían, vinir og þeir sem leigja kjallarann vilja sinn skerf af kökunni þannig að þá þarf ég að taka lán út á bestimann! Þar segi ég stopp. Ég hef nefnilega smá standard, en það hafa ekki spekingarnir sem ég horfi of oft á þessa dagana. "Meikar þessi pistill sens" ? Svari mér hver sem best hann getur þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ert þú afi minn?
Alveg meiriháttar pistill hjá þér Gulla, hefurðu prófað að fá vinnu í Spaugstofunni?
Þetta var bara eins og að lesa fréttirnar nútildags..
sammála síðasta kommenti...held svei mér þá að ein fréttin áðan hafi akkúrat hljómað svona.
kv. Helga Sigurbjörg
Ekki meikar þetta minni sens en það sem sumir hafa iðkað svo grimmt.
Sammála þeim sem hafa kommentað. Þetta hljómar bara alveg eins og fréttirnar sem heyrast þessa dagana.
Knúsur, Elsa Lára.
Skrifa ummæli