Hverjum óvitlausum hef'ði dottið í hug að halda gömludansaball með karlakór og halda að hann kæmist upp með það? Við gerðum þetta þó og fjörið var ósvikið. Stanslaust dansað frá tíu til hálf eitt, og engin pása! Sennilega verður þetta árvisst, því það eru mjög margir sem hafa gaman af því að dansa gömlu dansana. Þverhausinn ég var bara fyllilega sátt við spilamennskuna, en myndi nú ekki vilja leggja þetta fyrir mig. Líkar betur við að syngja þessa tónlist. Í gær var svo langur laugardagur hjá kvartettinum, og satt best að segja vorum við "doldið" lengi í upphitun! Flott æfing sem endaði með söng upp undir jökli í kalsaveðri þar sem þeir sungu hástöfum "logn og blíða sumarsól", og allir að krókna úr kulda. Tilefnið var opnun á yndislegri ljósmyndasýningu af Hoffellsjökli, gerð af listamanni héðan. Kvöldið endaði svo í frábærri fiskisúpu með góðum vinum. Fór á Frelsinu í góðan túr í dag, fékk rauðar kinnar og er tilbúin fyrir vinnuvikuna. Bið ykkur vel að lifa þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þú sumsé bæði syngur og spilar, mikil fjöllistakona ertu:)
Mamma er undirleikari Karlakórsins Jökuls (yfir 3 áratugi) ásamt því að stjórna kór eldriborgara og einnig er hún með kvartett.Svo er hún píanókennari við tónskólan heima...ég er mjög stolt af henni móður minni og finnst hún vera frábær.Svo er hún bara góð og falleg líka;)
Verst að hafa misst af þessu balli!
Frétti að þetta hefði verið frábært ball. Og ég er viss um að það yrði gleði ef þetta yrði meira en árviss viðburður hjá ykkur, alltof sjaldan svona böll.
Þetta var náttúrulega snilldar hugmynd enda ekkert nema snillingar sem búa á Hornafirði :)
Blessuð,
Kíkti í heimsókn. Greinilega líf og fjör á Hornafirði.
Bestu kveðjur til ykkar Bróa,
Guðrún Sigfinns
Ja, þarna hefði ég sko viljað vera það eitt er víst. Kær kveðja til ýkkar.
Skrifa ummæli