miðvikudagur, 17. mars 2010

Fært til bókar!

Tjaldurinn er kominn í fjöruna, deginum fyrr en á síðasta ári! Þá er vorið handan hornsins, því sá fugl veit alveg hvenær best er að flykkjast til landsins. ( Að vísu dvelja hér einhverjir kjánar allt árið, en láta ekki sjá sig) --- Kominn skikkur á allt pappírsflóðið og gömludansaballið á föstudaginn. --- Langur æfingadagur hjá kvartettinum á laugardag, verðum síðan við opnun ljósmyndasýningar og etum svo saman súpu um kvöldið. Jebb. Hafið það huggulegt þar til næst.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hló við þegar þú kallaðir eftirlegukindurna kjána:)
Hvaða ljósmyndasýningu eruð þið að fara á og með hverjum borðið þið súpu?
Heyrumst:)Lufjú.

Íris Gísladóttir sagði...

Frábært að vorið sé að koma ;) Skemmtilegt framtak hjá kórnum þetta gömlu dansa ball.

Ragna sagði...

Mikið hefði nú verið gaman að komast á gömludansaball hjá ykkur. Ég býst við að það hafi ekki vantað mikið upp á fjörið þar.
Svo er ég þér alveg hjartanlega sammála vorið er komið hvað sem hver segir.
Kær kveðja,