mánudagur, 5. apríl 2010
Líkindi?
Kærar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar. Það eru forréttindi að eiga afmæli, og gaman að fá sönginn sunginn af góðu fólki. ---Mér finnst svo gaman að sjá hver er líkur hverjum, sérstaklega ef það snýr að mér sjáfri! Eins og ég hef sagt hér áður líktist ég ekki neinum þegar ég var að alast upp, því blóðfólkið þekkti ég ekki. Svo þegar Svanfríður mín fæddist voru flestir sem sögðu að hún líktist mér, en hún var/er eðlilega skemmtileg blanda af báðum foreldrum, þótt hún líkist mér meir og meir með aldrinum. Nú er lítill Natti kominn í spilið og er kominn með "fastan" svip, svip sem mér finnst ég þekkja af mér sem lítilli stelpu. Kannski sér enginn þessi líkindi nema ömmuhjartað. ---Aftur á móti er Eyjólfur sterklíkur Bert, en svipar þó til frænda sinna í Fljótsdal. Gaman að þessu. Nú er páskafríið búið og hlakka ég til að takast á við verkefnin sem vorinu fylgir, vinnulega séð. Á morgun hefst svo næsta skref í tannlæknastólnum í átt að fallegra brosi. Hlakka ekki til, held reyndar að þetta verði alveg djöfullegt! Ég kveð samt á fallegum nótum og sannfæri sjálfa mig að ég verði eins og hetja í stólnum á morgun. Farið varlega þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Fyndið að sjá þrjár kynslóðir líkjast á þessum myndum:)Ég hugsaði sterkt til þín áður en ég fór að sofa og svo aftur þegar ég vaknaði.Vonandi gekk það.Hafðu það gott mamma mín.
Til hamingju með afmælið þitt Gulla mín og takk fyrir kveðjuna til stelpnanna.
það er svo sannarlega svipur með ykkur Nattaling.
Heilmikill svipur!
Skrifa ummæli