fimmtudagur, 8. júlí 2010

Nú gaman gaman er!

Hér sé stuð á stuð ofan. Súr rabbarbari með sykri var ekki mjög munnvænn, en það var örugglega af því að honum var ekki stolið, en allt sem vex í görðum hjá öðrum og hægt er að stela bragðast betur, ekki eins og piparkökurnar sem Mikki refur borgaði fyrir. Nýt lífsins með þessum yndislegu mannverum, og móðurinni sem ól þá og tek fast utanum þau, og horfi svo á þau sofa. Get ekki sagt meir því þá fer ég að verða óþolandi út um víðan völl. Læt gleðina fljóta yfir og allt um kring þar til næst.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

rababarabragð er áunnið:)Þó varð ég svo kát að sjá hvað þeim þótti þetta ekki vont.Þetta er nefnilega e-ð svo íslenskt.

Stella sagði...

dásamlegt að heyra af ykkar notalegu stundum - og trúi því sko alveg að þú læðist um til að horfa á þau sofa, því hvað er hugljúfara en að horfa á sína heittelskuðustu verur í draumaheimi?

(ég er byrjuð að rækta rabbabara í mínum garði, ætla sko að gera sultuna sjálf í lagtertuna sem bökuð verður um jólin...)

Íris Gísladóttir sagði...

Yndislegt njóttu þess

baun sagði...

Gaman! Ég var einmitt búin að skoða myndir af guttunum og ykkur á fésbókinni, samgleðst:)

Lífið í Árborg sagði...

Mikið skil ég vel þessa tilfinningu, hún er svo ljúf. Njótið vel samverunnar í vöku og svefni.
Bestu kveðjur úr Kotinu.