sunnudagur, 28. mars 2010
Lífíð
Já, það er bara gott takk fyrir og páskafrí frá og með morgundeginum. Það er oft tönnlast á því að kennarar fái svo mikil og góð frí, en mér telst til að ég fái nú umfram margar aðrar stéttir fjögurra daga frí frá kennslu. Hitt eru helgidagar sem eru jú lögbundnir rauðir. Hvað með það og allt hitt sem gengur á. --- Á meðan ég svaf hófst gos syðra svo Icesafe varð undir, og einhverjir röltu á strigaskóm til að berja gosdýrðina augum. ---Þá vaknaði ég.---Harðir viturbloggarar heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútveginn, og gott ef ekki aðskilnað ríkis og kirkju. Jamm, ég varð hugsi. Ekki ætla ég, sem ein af þjóðinni að nýta mér sjávarútveginn og græða á honum. Það eru fyrirtæki um allt land sem gera út á slíkt, halda sínum byggðarlögum gangandi og veita fjölda manns vinnu. Þar get ég ekki séð að ég geti gert eitthvað betur. Hvað varðar kirkjuna og það dæmi hef ég ekki vit til að greina hvað gott sé eða slæmt. Veit bara að fólk verður að una við sitt, það er svo auðvelt að þykjast vita og kunna allt. Ég t.d. veit voða fátt ef út í það er farið, en ég veit að dagurinn í dag var góður og vona að næstu dagar verði það líka.-- Ætla "nebblega" að njóta þess sem ég hef og ergja mig ekki á því sem ég ræð ekki yfir þar til næst.
sunnudagur, 21. mars 2010
Ég býð þér upp í dans!


miðvikudagur, 17. mars 2010
Fært til bókar!
Tjaldurinn er kominn í fjöruna, deginum fyrr en á síðasta ári! Þá er vorið handan hornsins, því sá fugl veit alveg hvenær best er að flykkjast til landsins. ( Að vísu dvelja hér einhverjir kjánar allt árið, en láta ekki sjá sig) --- Kominn skikkur á allt pappírsflóðið og gömludansaballið á föstudaginn. --- Langur æfingadagur hjá kvartettinum á laugardag, verðum síðan við opnun ljósmyndasýningar og etum svo saman súpu um kvöldið. Jebb. Hafið það huggulegt þar til næst.
sunnudagur, 7. mars 2010
Prjónles og blues.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)