laugardagur, 12. janúar 2013
Farwell Franz...
Gleðilegt ár þið þarna úti í víðáttunni og takk fyrir gengið ár. Ég hef ákveðið að árið 2013 verði gott ár og mun betra en 2012. Hvernig ég fæ það til að virka veit ég ekki, en samt...ég trúi því. Þó datt mín eðlislæga bjartsýni niður við fréttir vikunnar, og lái mér hver sem vill. Ég bið alla góða vætti að halda í höndina á þeim sem eiga bágt. -- Mamma mín blessunin sagði gjarnan þegar eitthvað erfitt var búið og ekkert til að halda í: Farwell Franz. Ekki veit ég afhverju hún sagði þetta, en það virkaði flott og ég ætla að gera þau að mínum varðandi liðið ár. ---Í rúmt ár hef ég verið mjög reglulega hjá sjúkraþjálfara, yfirleitt tvisvar í viku. Þetta hefur verið barningur og vont oft á tíðum. Í gær gerðist svo eitthvað....ég gat teygt meira en áður og sársaukinn minni. Þetta er sem sagt að skila sér og hefur það reynst rétt að krabbamein og eftirleikur er ekki spretthlaup....langhlaup skal það vera og ég ætla að koma sigurviss í mark. --Lífið hér gengur sinn vanagang, karlakórinn Jökull fagnar 40 ára afmæli og ætlar að gera margt og mikið, hinir sönghóparnir mínir eru í góðu standi og er ég að byrja 20.árið með Gleðigjöfum. ---Núna er ég farin að hlakka til sumarsins því þá ætla tveir litlir guttar að "míga í saltan sjó" hér. Sé þá fyrir mér standa á bryggjusporðinum og láta það vaða! Sem sagt, ekkert svosem að frétta nema þetta með gamla árið...Farwell Franz þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)