fimmtudagur, 17. september 2009

Fundin ber!





Þetta ætlaði ekki að ganga andskotalaust. Kennarinn kom og nú held ég að ég sé fær um að setja inn myndir, alein! Að vísu er röðin vitlaus, so be it.--- Hreinsunaraðferðin fylgdi mér úr föðurhúsum, en svona forláta pressa var ekki til. Bestimann tók sig vel út á henni og ég dásamaði svo herlegheitin í bak og fyrir. Núna er drukkin berjasaft í öll mál, og vei ef svínapestin vinnur á okkur. ---- Í dag er ég hamingjusöm---- er það svosem oftast, en nú hef ég von um að eignast skutlu. Bráðnauðsynlegt hjálpartæki fyrir fótafúna. Get verið meira úti og "brunað" um bæinn minn á 15 kílómetra hraða. Nú er bara að krossa fingur og vona að réttir aðilar standi við sitt. Tilvonandi skutla sendir ljúfar yfir þar til næst.

sunnudagur, 6. september 2009

Hvert fór hún?

Ég hélt mig vera búna að læra að setja inn myndir, en eitthvað hefur klikkað. Ef þið rekist á svona eins og nokkra berjabala á mynd í netheimum þá á ég þá. Saftin úr þessum berjum er sennilega sú flottasta ever, eða þannig.... þetta er sko í fyrsta skipti á ævinni sem við bestimann gerum saft. Hann dreif sig í berjamó í gær og afraksturinn sem svo sannarlega var festur á mynd er einhversstaðar á flakki. Nafna mín, dóttirin Ameríkufarinn er líka á flakki og festi ég samtal okkar á skybinu einnig á mynd. Er ennþá gapandi yfir tækninni, ég við eldhúsborðið mitt en hún í fjallendi miklu í risahúsi í annarri álfu. Andfætlingar hafa verið hér í tæpar tvær vikur, systkini mín sem ég er að kynnast á efri árum. Svolítið skrítið, en allt gekk vel. Það er rétt sem Baun sagði, maður velur sér ekki fjölskyldu. Ég valdi mína ekki, en um fimm ára aldurinn var ég endanlega valin, og það finnst mér gott. Ég var, og hef oft verið spurð hversvegna ég segi að Svanfríður mín heiti í höfuðið á mér, Guðlaugu! Þar sem ég er ekki að segja neitt leyndarmál, og hefur nú þegar komið fram í fjölmiðlum get ég alveg eins látið það flakka hér. Við ættleiðingu var búið að skíra mig Svanfríði Eygló. Misvitrir sem tóku mig fyrst fannst nafnið alls ekki hæfa og með allskonar brögðum breyttu þau því nafninu í Guðlaugu Gunnþóru. Eins og það passi eitthvað betur! Lá því beinast við þegar dóttlan fæddist að gefa henni þetta nafn, og finnst mér hún bera það með prýði. Nú eru haustlitirnir farnir að sjást og nóttin orðin lengri. Fyrsta heila kennsluvikan liðin og sú næsta byrjar á morgun. Kórarnir týnast svo inn hver af öðrum og líður með vel með þetta allt. Það eina sem er að "bögga" mig núna er að vera búin að týna helv....berjabölunum! Þar til næst.