föstudagur, 8. febrúar 2013
Gellur og gúmmelaði!
Jæja gott fólk, enginn lengur á blogginu svo ég get látið öllum illum látum hér ef mér sýnist. Margt hefur gerst síðan síðast en ekkert af því svosem markvert, og þó. Fékk pest en lagaðist sem betur fer, búin að halda skemmtilegt matarboð með the silver boys og þeirra konum, búin að hlæja og gráta og lifa lífinu. Karlakórinn heldur áfram að halda uppá fertugs afmælið og lætur sauma á mig flott föt hjá Millibör! Ein flík sem getur verið þrjár flíkur. Ég þarf bara að læra hvernig maður vefur þessu til og frá. Það margborgar sig sem sagt að vera undirleikari hjá sama kórnum í tæp 40 ár! Talandi um Millibör....hönnuðurinn þar er aldeilis ótrúlegur.( er ung kona) 5 ára nám...og ég kann varla að þræða nál. ( Ok, hún kann ekki að spila!). Nú, svo er bestimann búinn að klippa í sólskálanum og ég held áfram að elska fólkið mitt. Sérstaklega það í Ameríku. ---Hlakka til sumarsins, og tel að lífið sé bara nokkuð gott. Fer í stóra tékkið í mars og bið einfaldlega um gott veður mér og mínum til handa. Síðast þegar ég fór fannst mér svo ógnarlangt í næsta tékk....en tíminn líður svo hratt að maður nær varla að snúa sér við.--- Nemendur sem ég fékk í nám fyrir margt löngu eru þessa dagana að fá bílpróf... er farin að kenna barnabörnum vinafólksins! Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Talandi um gellur og gúmmelaði...ég er gellan í nýju fötunum og við bestimann ætlum að eta glænýjar gellur á morgun. Gúmmelaðið fær svo krummi þar til næst út í tómið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)