föstudagur, 7. júní 2013

Fréttir af kotkerlingu.Verulega sumarlegt blogg, sólin skín og fyrsta rósin opnaði sig í dag og tileinka ég hana öllum sem kíkja hér inn. Nýi sólpallurinn gasalega flottur og væri ekki amalegt að bjóða í ball. Í dag er frúin hálfnuð í kotinu og get því á morgun farið að telja niður, er í raun byrjuð.....eða þannig. Get þó ýmislegt gert í rólegheitunum og læt lítið hagga mér. Tek skutlutúr á hverjum degi og dáist að bænum mínum. Hann er svo fallegur og öllu svo vel við haldið. Nú getur maður skokkað á skutlunni meðfram ströndinni á dúnmjúku malbiki. Þið verðið bara að koma til Hafnar og sjá hvað ég er að tala um. Ykkur verður sko ekki í kot vísað! Svo fyndin....."Gamla búð" var vígð í dag í nýrri og fallegri mynd á hafnarsvæðinu. Þetta er drottning allra húsa hér að mínu mati og er Hornfirðingum til mikils sóma.--- Jæja, ekki á morgun, ekki hinn heldur HINN koma Ameríkufararnir. Ég er svo spennt að það heldur fyrir mér vöku endrum og sinnum. Svali= tékk....Kókómjólk= tékk...hjól= tékk og allt hitt= tékk svo nú er bara að bíða, oog bííða ooog bíííðða. Svo þegar allir eru komnir í hús  líður tíminn allt of hratt. Með sólarkveðju á alla bæi þar til næst.