föstudagur, 11. júlí 2014

Verslunarhættir?!

Jæja, nú er frúnni nóg boðið og er þá mikið sagt. Nú vantaði nýtt grasteppi í sólskálann, og þá skyldi það keypt. Ég fékk þetta dýrindis tilboð á rétta teppinu hjá Bauhaus, keypti það og borgaði. Sæl og glöð, og nú skyldi sko verða fínt hjá rósunum. Það gamla vel bætt og komið í GÖT. Síðan kom bréf frá hausnum sem sagði að afhending yrði 9. júní, en þarna var kominn 12. júní og ég orðin vel langeyg eftir dýrðinni og lagðist því í símann. VELKOMIN TIL BAUHAUS sagði einhver rödd og bauð mér að velja einhverja tölu. Allt tók þetta um 40 mínútur þangað til að maður nokkur sagði mér að svona teppi væri bara alls ekki til. Það var og.....greitt og alles. Ég hélt kúlinu en lét heyra í mér og gaf þeim einn séns. Hringdi svo aftur seinn og þá var mér sagt að LJÓSIN væru nánast tilbúin til afhendingar! Ljós....ég keypti grasteppi. Það var leiðrétt, og aftur fengu þessir höndlarar einn séns til, en ég krafðist þess að þegar helv.....teppið kæmi yrði flutningskostnaðurinn alfarið þeirra mál. Ef ekki fengu þeir dýrðina í hausinn aftur á þeirra kostnað. Hélt kúlinu. Í gærmorgun hringdi svo hausinn, bað um reikningsnúmer svo þeir gætu greitt sendingarkostnaðinn á LJÓSUNUM. Það var og....missti kúlið en gerðist ofur kurteis og það lak hreinlega út úr mér hvursu vitlausir mér fannst þetta dót allt vera. Ok. Í dag bjóst ég við teppi....ekkert teppi, bólar ekki á því, en 4000 krónur komu inn á minn reikning. Miðað við stærð og umfang teppis, 4sinnum7 kostar gott betur undir það hingað. Það segja mér fróðir menn. Ég er þannig dauðhrædd um að fá ljós í hendurnar, smápakka sem kostar ekki nema 4000kall undir.--- Hvað gera bændur þá...segi og skrifa...missi kúlið alveg og hætti að vera kurteis því svona verslunarhættir með tómum aulum á gólfinu eru til vansa og hana nú þar til næst!     PS. Ætti kannski að vera glöð...liggja á teppinu böðuð ljósum?!