föstudagur, 16. mars 2012
Eitt ár...
Eitt ár er ekki langur tími í stóru myndinni, en fyrir suma líður það seint, aðrir lifa það ekki af og enn aðrir baslast áfram. Ég tilheyri því síðasta, en fannst á tímabili hinir möguleikarnir ættu við mig líka. Akkúrat núna er eitt ár síðan lífi okkar bestimanns var snúið á hvolf í orðsins fyllstu merkingu. Bæði "hérmegin Atlandsála og hinumegin". Þegar verst lét var ég alveg skíthrædd en þá taldi bestimann að okkur væri nú algjörlega óhætt. Við það sat og ég kemst ekki upp með neitt múður. --- Þegar ég lít yfir árið verð er ég hissa hve "auðveldlega" það leið. Allavega er það liðið og ég stend/sit hér nokkuð keik og funkera þokkalega. Það er allavega búið að skemmta sér dulítið yfir að nokkurnveginn stóð ég alltaf kl. X og eldaði kvöldmat. Það fannst mér alveg nauðsynlegt, annars væri allt tapað! -- Eftir 2 vikur fer ég í fyrstu skoðun eftir meðferð og burra ég stundum með vörunum.... þið vitið.... setjið vísifingur á milli blautra var og segið prummmmmph! Ég kann ekkert annað ráð til að ná hugarró og vissu um að ég sé mikið heil heilsu. Mér er sagt að ég líti svoooo vel út, ég sé með svoooo flott hár og litaraftið sé engu líkt. Þessu ætla ég að trúa, og trúi í raun. Ég vil bara að skoðunin sé búin og Einar segi allt það sem ég var að skrifa. Mér er nefnilega ekki lagið að vera þolinmóð nema þegar mér sjálfri hentar! -- Ps. eins og í bréfaskrifunum í þá gömlu góðu er ég farin að hlakka verulega til að fljúga vestur í lítið blátt hús, og Tjaldurinn er kominn í fjöruna fyrir neðan Tónskólann. Jibbí þar til næst.
laugardagur, 10. mars 2012
Rokrokrokrok!
Ég held ég hljóti að fjúka út í veður og vind í sterkustu hviðunum, en áður, verð ég að láta ykkur vita að ég fer að sjá La Bohem og Vesalingana mjög bráðlega! Já já og enga öfund. Bið bestimann að fergja mig svo plönin standist þar til næst.
laugardagur, 3. mars 2012
Fréttaveitan að eystan

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)