laugardagur, 28. ágúst 2010

Öppdeit!








Heil og sæl þið sem kíkið hérna inn. Eðlilega hefur verið deyfð í blogginu í sumar sem segir manni að allt annað hefur forgang. Hér hefur sumarið liðið allt of fljótt, en það kemur að ári liðnu svo maður á ekki að kvarta. Myndirnar af snúðunum segja sína sögu, þar sem lítil kók í gleri og skutlutúr gerir gæfumuninn. --- Stafafellskirkja í Lóni er alveg yndisleg, að ekki sé talað/skrifað um garðinn umhverfis hana, og útsýnið maður minn, engu líkt. Ég skil ekki hvað við Íslendingar erum alltaf að planta trjám um víðan völl. Við eigum fegurst víðsýni og ósnortið, en skemmum það oft með trjám sem vilja náttúrulega vaxa, og þar af leiðandi byrgja fjallasýn. Þetta er of víða að sjá á Íslandi. --- Eftir að Ameríkufararnir héldu heim drifum við bestimann okkur til Spánar, sleiktum þar sárin og sólina og komum heim með "óeðlilegan" lit en ró í hjarta.
Fjandinn hvað það var erfitt að horfa á eftir gullunum sínum í Leifsstöð. --Nú er lífið þó að komast í sinn eðlilega vetrarfarveg, og er ég barfa nokkuð tilbúin í þann slag. --- Hef stundum skrifað hér á síðunni hve lengi fattarinn í mér er. --- Eftir heimkomu frá Spáni ákváðum við bestimann að örva svolítið íslenska hagkerfið og keyptum okkur sitthvorn "dægindastólinn", með handfangi, skemli og alles.
(Get þó með sanni sagt að ég hef ALDREI sofnað fyrir framan sjónvarpið). --- 23. ágúst áttum við bestimann 35 ára brúðkaupsafmæli, og vorum við bæði með það á hreinu, en fórum dagavillt og steinsváfum í þessum hægindum haldandi að dagurinn væri á morgun! -- Svona fór um sjóferð þá, en við gerðum okkur dagamun daginn eftir án þess að sofna í herlegheitunum. --- Bið ykkur vel að lifa þar til næst.