
laugardagur, 21. janúar 2012
smá öppdeit!

föstudagur, 13. janúar 2012
Að kveldi dags


sunnudagur, 1. janúar 2012
Ég heyri baul!?


Gleðilegt nýtt ár sendi ég ykkur öllum með blítt hjarta, og takk fyrir allar góðu kveðjurnar og stuðninginn á árinu. Ég get ég sagt ykkur að ég met það mikils. Ég ætla ekki hér að líta yfir farinn veg, er nokk búin að því, en ætla samt að trúa ykkur fyrir því að ég sakna þess ekki. --- Í öllu mínu aðventu og jólatáraflóði þornaði ég upp í kvöld, aldrei þessu vant! Þegar stafirnir í sjónvarpinu hverfa og birtast leggst ég alltaf í mikinn grát ofaná allan annan grát í Desember.
Ekki núna...ég ætla ekki að gráta 2011, en ég ætla að bjóða 2012 velkomið í minn bæ. Líka í lítið blátt hús og á alla aðra bæi. --Núna er Nýársnótt og ég held að kýrnar bauli... , og þær baula fallega. Því ætla ég að trúa. ---Á þessari nótt fer ég alltaf ef hægt er á næstu bæi... en núna er bara ekki fært eins og sjá má á myndunum. Nágrannarnir gerðu ALLT til að ég kæmist á milli húsa, en sandur og salt virka ekki alltaf, og ég þorði ekki. Nágrannarnir í þvældu götunni í Ástralíu hafa ekki roð í mína granna. Núna er allt orðið hljótt og ég veit að björgunarsveitirnar hér hafa fengið gott í skóinn í kvöld. Sem betur fer. ---Ég umvef ykkur öll með þeirri hlýju og væntumþykju sem ég á og bið ykkur vel að lifa þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)