föstudagur, 23. nóvember 2012
Ræða vikunnar
Og hún er ekki löng.......Allt er gott héðan og ég þakka ykkur elskulegar kveðjur, þær eru mikils virði.. Þegar ég var lítil stelpa var mér kennt að bera virðingu fyrir mönnum, málefnum og andstæðingum. Nú er ég orðin virðuleg kona og er enn að baksa við að bera virðingu fyrir hinu og þessu, en enn og aftur er mælirinn orðinn "doldið" fullur. Hvar er siðferðiskennd okkar, hvert fóru peningarnir, áttum við raunhæfa peninga, hver byggir heimili fyrir eldri borgara þessa lands og hver ber svo ábyrgð á öllu heila klabbinu? Hver borgar fyrir gæluverkefni sumra en getur ekki borgað "alvörufólki" okkar lands mannsæmandi laun. Fyrir margt löngu var minn bestimann í útlöndum að selja fisk. Ég sendi hann með þær ordrur að kaupa okkur nýtt pottasett. Það var svo yndisleg tilhugsun að eignast sitt eigið, og alveg glænýtt að auki. Ok. settið kom, en mikið hvað farið var leynt með það, en svo mikið saklaust "smygl".---- Í dag er annað upp á teningnum: farðu nógu andsk.... illa að ráði þínu og þá er allt í lagi. Fari þetta og veri! ---Myndin sem hér fylgir sýnir frúna senda skilaboð út í hinn asnalega heim., ekki minn og þinn sem kíkir hérna inn heldur hinn , altso...bakhlutann! Með kærri þar til næst.
laugardagur, 10. nóvember 2012
Fátt er svo með öllu illt........
Þar kom það! Altso réttu myndirnar, er ógurlegur klaufi. --- Þegar ég veiktist þá ákvað ég að skrifa mig frá ósköpunum, þökk sé bestimann, og hjálpaði það mér heilmikið. Það er nefnilega skolli holl lesning að kíkja af og til í skrifin til að sjá hversu langt ég hef komist í bata. Ég hef fengið góðar skoðanir hingað til og á bara eina 4.mánaðar skoðun eftir. Þá á 6 mánaðarfresti næstu árin. Ég ætla ekki að fullyrða að ég sé læknuð, en allt er gert til að varanlegur bati verði. Þegar brjóstið var tekið var gengið út frá því að uppbygging á öðru hæfist í fyllingu tímans. Nú er komið í ljós að svo verður ekki og það gerði mig virkilega dapra. Geislarnir fóru svo illa með allt svæðið utan og innan að ég varð hundaskítsmát! Svo fór ég að hugsa; en með góðri hjálp bestimanns. So what? Ég er á lífi, ég hef þokkalegan haus hvar sem lubbast upp grár/marglitur makki, er í starfi sem ég get stundað og á góða að. Er það ekki í raun það sem málið snýst um? ---Efri myndin sýnir oktettinn minn syngja úti á sjó fyrir óvissuferðalanga í yndislegu vetrarveðri og dásamlegri náttúru. Ótrúleg upplifun.--- Sú neðri er spes fyrir frú Sigurbjörgu... mín kæra nú er ég komin með lubba! --- Fyrir þá sem vilja vita eða ekki vilja endilega er ég búin að bæta pínulítið í jólasveinasafnið og hlakka til aðventunnar, tíma gráts og klökkva. Ekki amaleg tilhugsun, eða þannig. ---Jólapakkarnir í stóra bláa húsið leggja í´ann eftir helgi...þetta er svo asskoti langt fyrir póstinn að flytja eins og hann auglýsir sig í sjónvarpinu. Talandi um sjónvarp...af hverju þurfum við alltaf að búa til þætti sem er nákvæm eftirlíking úr ammrískri þáttargerð? Má ég þá frekar biðja um víkivakann með kærri kveðju þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)