fimmtudagur, 15. maí 2008

Af blómum og froskum

Það má til sanns vegar færa að ég er letibloggari, en hvað um það nú læt ég vaða. Eftir að Ameríkufararnir héldu til síns heima var ég með stóran leiða í hjartanu og kökkinn í kokinu. Sú líðan hinsvegar léttist er frá leið og líður mér bara vel, takk fyrir!  Tíminn hefur liðið hratt og hefur verið ótrúlega mikið að gera. Tónlistarlífið blómstrar, prófavika í skólanum stendur yfir, skólaslit og tvennir tónleikar framundan. Ég er eiginlega að verða búin að fá nóg þetta vorið. Þetta er ekki sagt til að kvarta, heldur til að afsaka bloggletina! ---Þessi tími árs er yndislegur með björtum kvöldum, fuglum og gróðri, allt er að lifna. 18. mars var ekki blaðarða á rósastilkunum í sólskálanum, en núna eru þær að verða feitar og pattaralegar. Eftir tæpan mánuð springa þær fyrstu út og þá verður gaman. Á myndunum hér að ofan sjáið þið fínasta skrautið í sólskálanum, það er grænu froskastígvélin hans Eyjólfs og fyrstu skóna hans. Natti tók þá að vísu í smá fóstur í Íslandsdvölinni, en ég fékk að halda tauinu. Nú á þetta fína tau sinn sess á gömlu rullunni, og er ég að hugsa um að setja örlítið blóm í fínheitin. (þó án þess að skaða tauið eða hylja það) Minn árlegi blómaleiðangur verður 26 maí,  þá er sumarið komið, og ég tek ekki þátt í fleiri krummagusum eða öðrum hretum. ----Þegar sumarið kemur, (þann 26 maí) ætla ég að eyða mörgum stundum í skálanum mínum og garðinum...Ég ætla að....svo ætla ég......ég mun svo....og eftir það ætla ég á Spán. Eftir Spán verða batteríin hlaðin og þá get ég tekist á við annan vetur, sem verður vonandi betri en sá síðasti. Bæði veðurfarslega séð og að helv....hnén verði til friðs. Nú er ég komin svolítið fram úr mér, en ég sagðist ætla láta vaða!--- Þar sem ég elska grænt ( gróður!) má ég til með að láta eina fylgja  varðandi hvursu "græn" ég get verið, og með langan fattara. Um árið vorum við hjónin að keyra suður og hafði gamla brúin yfir Markarfljót skemmst þannig að takmörkuð umferð var leyfð yfir hana. Það hafði alveg farið fram hjá mér. Austan megin við ána stóð á skilti að hafa minnst 10 metra á milli bíla. Bóndinn lagði út í kant og drap á bílnum. Þannig sátum við lengi og spjölluðum. Allt í einu datt mér í hug að spyrja "afpellu" við sætum hér. "Nú það eiga að vera 10 metrar á milli bíla, og það er enginn bíll á undan okkur!" Ok, sagði ég og hélt áfram að spjalla......Heyr heyr, eftir dúk og disk áttaði ég mig, og ég hélt að bóndinn myndi deyja úr hlátri. 25 árum síðar er ég enn svona græn og skil aldrei brandara fyrr en eftir útskýringu. Hver nennir því að eyða á mig bröndurum? En mér er sko nett sama því ég kann að spila á píanó! Þar til næst með grænni kveðju.

9 ummæli:

Guðlaug sagði...

Þeir una sér vel saman, krumma-froskurinn og fyrstu skórnir. Þetta er flott og hlýnar mér um hjartarætur að sjá þetta.
En mamma-ég sprakk þegar ég las um 10 metra bilið á milli bíla!!! akkotans sauður sem þú getur verið:) Ég elska þig þrátt fyrir langa leiðslu:)
Kærar kveðjur,Svanfríður og co.

Nafnlaus sagði...

skooo gulla ég er alveg með þér með svona langann fattara. þetta er sko ekki að við séum sauðir ónei!!!.....við erum bara svo raunhæfar, að við búumst ekki við einhverjum bullsögum og hjáleiðslum.."það er sem ER"
og hana nú....
blómaskálinn er laglega farinn að lifna við og ég sé alveg fyrir mér fín blóm í froskunum....

Gigja sagði...

Sael

Alltaf gaman ad lesa bloggid thitt. Kiki reglulga a thad.
Ja hann fraendi minn er sannkalladur humoristi samanber thetta med 10 m bil a milli bilanna...........

kv Gigja

Nafnlaus sagði...

er ekki krummafótur þarna á grænu stígvélunum?

góð sagan um bílabilið:D

Nafnlaus sagði...

Jú, Baun. Eyjólfur var gjarnan í krummafót! Gulla

Nafnlaus sagði...

Yndislegt Gulla!

Þú ert sko fyndin...jiminn eini.

En ég verð samt að segja þér eitt. Við mamma vorum á kóræfingu á miðvikudagskvöldið, og við vorum að æfa Ömmubæn. Allt í einu klökknaði ég, því mér varð allt í einu hugsað til þín, og hvursu mikið þú saknar ömmudrengjanna þinna.

Með herkjum hélt ég áfram, og sendi þér hér með risastórt KNÚS, og vona að þið hittist sem fyrst aftur.

Kv,
B

Nafnlaus sagði...

Njóttu blómanna þinna og ég skil það svo vel að þér finnist gaman að kaupa blómin og koma þeim fyrir. Svo fyllir maður upp með hlutum sem að ylja manni um hjartaræturnar. Gleðilegt sumar Gulla mín og njóttu lífsins.Bestu kveðjur héðan frá DK Svava og Siggi

Nafnlaus sagði...

Já það er yndislegt að fylgjast með því þegar gróðurinn tekur við sér. Það er svolítið skrítið að búa nú í fjölbýlishúsi og hafa ekkert með gróður að gera en það þarf sem betur fer ekki að fara langt til að sjá dýrðina.
Mikið er skemmtilegt að sjá skótauið á taurullunni - rétt eins og feimið par.
Kær kveðja,

Syngibjörg sagði...

Neðri myndin er hreint út sagt dásamleg - ekta póstkortamynd.

Minn fattari er stundum svo laaangur að ég roðna þegar ég hugsa um það.