þriðjudagur, 30. september 2008

Ljóta vitleysa.

Fer ekki út í þá sálma nánar sem titillinn gefur til kynna. Er bara gáttuð og veit ekki hverju ég á að trúa. ---Þegar ég var lítil stelpa sagði mamma mín oft: sannleikurinn er sagna bestur, því ósannindin komast alltaf upp.--- Mamma mín var nefnilega vitur kona, en það er ekki hægt að segja um marga sem tröllríða nú um stundir görðum og grindum í þjóðfélaginu. Sveiattan barasta. Lífið er annars nokkuð stabílt hér fyrir "eystan", og nóg að gera á öllum vígstöðvum. Heyrði því fleygt á dögunum að hér væri einn á atvinnuleysisskrá, og finnst mér það teljast til tíðinda.--- Sem framhald af síðasta pistli þá er tannsi búinn að gera við brotnu framtönnina svo nú er ég aftur falleg til brossins, og líkist alls ekki Bó lengur. Rótarbólgan á undanhaldi, jaxlinn fer í viðgerð fljótlega, og síminn minn er í höndum fagmanna. (að ég held) Dóttir mín segir stundum að ég skuli frekar fara með hann á leikskólann, þar kunni sko fólk til verka þótt lágvaxið sé! Á móti kemur að ég kann að leggja saman debet og credet, sko í höndunum þannig séð og fengið út þá tölu sem ég vil. Ég get líka skrifað á ritvélar eins og þær voru í den tid og notað kalkipappír! Það ætti að slengja saman ungum og öldnum í meira mæli, þá gætu allir lært eitthvað nýtt.--- Fátækleg voru skrifin þennan daginn, en þar til næst safna ég í sarpinn. Kveðja á alla bæi.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Góðan dag og þessi mynd þykir mér yndisleg-kynslóðirnar ræðast við:)
Elska þig,

Nafnlaus sagði...

Gott að þér líður betur í munninum, það skiptir svooo miklu máli...

bið að heilsa til baka í þinn bæ...

Nafnlaus sagði...

Góða helgi Gulla mín. Kveðja úr snjónum fyrir sunnan, Elsa Lára.

Nafnlaus sagði...

dásamleg mynd!

Nafnlaus sagði...

Eigum við ekki bara að bjóða okkur fram til bjargar þjóðínni. Ég kann nefnilega líka á kalkipappír og debet og kredit. Við værum sko ekki verri saman en þeir sem nú reyna að bjarga hlutunum.
Kær kveðja og góða helgi,

Nafnlaus sagði...

Flott mynd af afa og afastrák! Segir meira en þúsund orð þessi.
Kv. Íris Gíslad