miðvikudagur, 15. október 2008
Samkennd og hlýhugur.
Ekki veit ég hvernig kaffigestir taka þessum pistli, þeir skammast þá bara í kommentunum. Í þeim "bloggheimum" sem gægist í hafa systurnar reiði og örvilnan ráðið ferð oft á tíðum. Það er ekkert skrítið, ég virði það, og tek heilshugar undir margt sem þar er skrifað. Ég er ekki endilega að leika frk. Pollýönnu, en nú held ég að við ættum öll að skrifa svosem eins og einn pistil hvert þar sem bjartsýnin skín í gegn, og kommenta á slíkum nótum hvert hjá öðru.--- Ég tek það fram að ég finn til með því fólki sem misst hefur vinnuna, að ég tali nú ekki um lífssparnaðinn sem margir hafa tapað. Þá er ég að tala um hinn venjulega mann, um hina er mér nokk sama. Ég hef fengið e-meil frá fjarlægum slóðum þar sem þarlendir fullyrða að við séum að sökkva í sæ með manni og mús og uppétin af Rússum. Mér leiðast svona fullyrðingar, þær gera engum gagn. Virða ber að það eru margir sem þola ekki slíkan fréttaflutning. Því að bæta gráu ofaná svart? Íslendingar hafa um aldir gengið í gegnum hremmingar (að vísu oftast af náttúrunnar völdum), en komist frá þeim. Svo gerum við nú, en til þess þarf samstöðu, og hana eigum við! --Þegar ég tek þátt í afmælum eða brúðkaupum og hef míkrófóninn við höndina læt ég gjarnan gestina fara útá gólfið og mynda hring. Allir takast í hendur og syngja saman eitthvað fallegt lag, rólegt. Þá skapast mikil vinátta sem sýnir að fólki er annt um hvort annað. Núna bið ég mína kaffigesti að búa til stóran hring, og við skulum syngja hvert með öðru "fram í heiðanna ró". Þar til næst, kveðja á alla bæi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Ég mynda hring og umvef þig í honum:)
"... fann ég bólstað og bjó ..."
Að vera bjartsýnn og brosa, bulla svolítið og fíflast, syngja og dansa, kostar nefninlega ekkert:) takk fyrir kvittið á síðunni minni:) nú verð ég regglulegur gestur hér Gulla mín því hér er ekkert svartsýnis og krepputal heyr heyr kveðja og knús
góð hugmynd, það þýðir ekki að vera með hangandi haus alla daga.
sendi baunarknús í bæinn þinn!
Hlustum á góða tónlist. Látum barlóm sem vind um eyrun þjóta. Verum jákvæð og góð hvert við annað. Vonum það besta fram í rauðann. Sendum þeim góðar bænir sem hafa misst vinnu sína. Kveðja afi.
Svartsýnisraus á einungis heima þar sem sólin skín aldrei. Á þessu heimili er hlustað á skemmtilega tónlist allan daginn meðan sonurinn uppgötvar nýja hluti í kringum sig og nagar á sér tærnar. Bjartsýniskveðjur austur :)
Hæ,hæ má ég vera með í hringnum?
Við erum ekki Íslendingar fyrir ekki neitt og auðvitað komumst við í gegnum þetta. Styðjum hvert annað, knúsum hvert annað og verum bjartsýn.
Kær kveðja,
Já ekki hægt að tala um þetta ástand endalaust sama hversu slæmt það er.Það batnar ekkert af því. Hollt að dreyfa huganum.Man ekki alveg þetta lag sem þú villt syngja en ég kann mörg önnur, syng oft "Ég er á leiðinni" með börnunum mínum og syng það bara einu sinni enn.
hej Gulla min ertu buin ad lesa nyjasta bloggid mitt?. Thad er eitt bros og takk fyrir komuna alltaf til min! Koss i bæinn... og knus lika. Svava
....geri hér með hring og nýt þess.
Skrifa ummæli