þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Söngurinn göfgar og glæðir... og græðir.
Þegar ákveðið var að fara í söngferð og hitta annan karlakór á miðri leið komu á mig vöflur. Tónleikar og gisting á hóteli með húllumhæi fannst mér eitthvað svo út úr mynd þessa dagana. Hvað um það, ég er undirleikari og hef því ósköp lítið að gera með skipulag. Ferðin var farin, og það rann upp fyrir mér mikið ljós í þessari ferð. Ekki það að ljósið hafi ekki verið til staðar, en núna varð það afar sterkt. 60 söngmenn voru samankomnir ásamt sínum konum. Tónleikarnir glimrandi, og alltaf er gaman að fylgjast með hvað aðrir kórar hafa fram að færa. Hótel Laki/Efri Vík við Klaustur var samastaður okkar allra, og þar var ekki í kot vísað. ---Hvernig fara menn að því að reka svona glæsilega, fagmannlega en heimilislega aðstöðu í alla staði svo fjarri "stórborgarmenningunni"? Þeir voru sko ekki í vandræðum með það í Efri Vík.--- Takk, takk, ef einhver ykkar rekst hérna inn.---Glæsilegt hlaðborð og kórarnir skiptust á skemmtiatriðum, og í lok borðhalds komu vertarnir fram og sungu fimmundarsöng.--- Ótrúlegir.--- Ekki heyrði ég minnst á kreppu eða svartsýni í selskapnum, en það skal enginn segja mér að allur þessi fjöldi fólks hafi ekki fengið smörþefinn af frk. kreppu á einhvern hátt. Það getur varla verið að allur hópurinn hafi mikil fjárráð, góða heilsu, haldi sinni vinnu og sé yfir sig hamingjusamt. Þetta kvöld var sungið "nonstop" frá klukkan 10 og fram úr, og það var ekkert gefið eftir. Hvorki í textum né radd "gæðum"! Fjórir gítarar, tvær nikkur, píanó, hristur, skeiðar og jakalele sáu um að söngurinn yrði sem vænlegastur. Sumir kórmenn nestuðu sig til að eiga bita fyrir svefninn, en staðarvoffinn sá sér leik á borði þar sem menn settu kræsingarnar út fyrir svaladyrnar! "Guð blessi hann" sögðu þeir sem höfðu tapað flestum flatkökunum. Allir fóru heim glaðir og kátir eftir vel heppnaðan söng, bæði þann sem var "alvöru" og þeim sem var svona í gleðskap. Kæru bloggvinir, allir ættu að syngja, ef ekki í kór , þá bara í sturtunni, því söngurinn göfgar og glæðir, guðlegan neista í sál. Vittu til eins og maðurinn sagði: Það syngur enginn vondur maður. Þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Alveg er ég sammála þér með sönginn. Alltaf svo gaman að syngja, svo er það heilsubætandi :D
Kveðja frá Egs
Elfa
Er ekki einmitt nauðsynlegt að leyfa sér að stíga út úr þessu kreppuástandi og gera sér glaðan dag með vinum sínum. Gerum hvern dag að góðum degi. Hvað er svo betra en að syngja saman.
Ég sendi þér góðar kveðjur.
Skál og syngjum saman!!!!! Ég elska ykkur, Svanfríður.
Svona á að gera þetta!!!!!!!!!
Kv. Silja
NB. Góð kista er gulls ígildi. Ég tala nú ekki um þegar hún er full af lambakjöti, fiski og villbráð. Þá kvíðir maður ekki vetrinum:-) KV. Silja
ég lærði einu sinni að syngja og fannst það mjög erfitt, en líka ótrúlega gefandi.
tónlist er allra meina bót.
Hef alltaf sagt ad söngur er terapi.
Ad fara til sáöfraedings kostar helling en,söngurinn er ókeypis.
ein söngglöd
tessi nafnlausa heitir Ingibjörg
Skemmtileg lesning. Góða helgi, kveðja frá Elsu Láru.
Það er orðið allt of langt síðan ég hef litið hér inn, notalegt að lesa þennan pistil, svo jákvæðan og gefandi.
Bestu kveðjur til ykkar beggja,
Þórunn
Sammála - syng líka alltaf í sturtu :-)
Ég er nú hrædd um það að söngurinn gleðji mann ... kunni nú einu sinni öll Karlakórslögin utanaf og var ekki há í lofti :)
Bestu kveðjur frá Þýskal.
Guðrún & co
Skrifa ummæli