miðvikudagur, 15. apríl 2009

hún er falleg og heitir Dell!

Mikið er ég glöð, hreint eins og lítill krakki á jólunum. Þrátt fyrir efnahagshrun landans fjárfestum við bestimann í nýrri tölvu. Hún var sett upp í kvöld og er svo hraðvirk að ég hef varla undan. Munurinn er eins og dagur og nótt. Dóttir mín var svo falleg og skýr á skybinu að mér fannst eins og gæti snert hana. Nú er bara að skrúfa af annan fótlegginn og borga dýrðina með brosi á vör. Ég skemmti mér konunglega á dögunum þegar Svanfríður setti bestimann inn á fésið...tölvugúrúinn a tarna. Nú er bara að fylgjast með hversu duglegur hann verður að "uppdeita" vinina! Ég kíkti yfir öxlina á mínum manni og er eiginlega hálf utangátta með þetta allt saman og finnst bloggið miklu skemmtilegri tölvu-samskiptamáti. Held ennþá að fésið sé vinsæl bóla sem hjaðnar þegar annað og betra býðst, en hvað veit ég?. Ég veit bara að ég á nýja flotta tölvu sem heitir Dell, og er að skrifa pistill númer 102! Lítið var en lokið er...þar til næst.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

TIl hamingju með tölvuna mamma og pabbi.Nú verðið þið endanlega "húkt":) Þó að vanalega sé bjart yfir ykkur þá var alveg flennibjart að sjá ykkur í dag.Luf jú.

Nafnlaus sagði...

Frábært, innilega til hamingju með tölvuna góðu og afmælið, maður lifandi. afi hefur verið eitthvað seinn að kveikja. Langt í þræðinum hjá karli. Gangi ykkur vel með nýja gripinn. Bestu kveðjur á Hornafjörð, afi

Stella sagði...

Til hamingju með Delluna þína - nöfnu minnar heittelskuðu! já fésbókin bóla? hmm, ég er ekki svo viss um það, en held að það endi þó á því að vera samskiptamáti í tilkynningaformi - emeilar eru þegar farnir af mínu póstboxi - allt er mér sent núna um fésið blessaða! bloggið er ekki vinsælt þessa dagana, samanber heimsóknir á mína síðu, og það ýtir hvert við, það að ég sé færri heimsóknir sem gerir það að verkum að ég skrifa minna, sem jú dregur enn meira úr heimsóknum...
bestu kveðjur í bæinn þinn

Íris Gísladóttir sagði...

Til hamingju með gripinn. Og takk fyrir drenginn minn. Hann var aldeilis sæll þegar hann sýndi mér loðið pennaveski, gráan kóalabjörn, sem kona sem heitir Gulla gaf honum í dag. Og það sem meira var þá kom veskið alla leið frá Ástralíu og það er sko hinu megin á hnettinum. Þetta var sko aldeilis góð hugmynd og falleg hjá þér. Enn og aftur takk

Nafnlaus sagði...

Ég veit að það er ótrúlega góð tilfinning að fá nýja tölvu, til hamingju með hana. Þetta með Fasebook, ég er sammála þér að ég kann betur við tölvupóst og blogg, hitt er ekki eins persónulegt, allt í örskeytastíl.
En allt þarf maður að prófa og svo kemur í ljós hvað manni fellur best. Góðar kveðjur úr ausandi rigningu í kotinu í Portúgal.