mánudagur, 11. maí 2009

Heill í hjúskap, happ í búskap!

Á lokadaginn,11.maí fyrir 35 árum hófum við bestimann búskap. Ekki var nú hreiðrið stórt eða ríkmannlegt af veraldlegum gæðum, en okkur leið vel. Smám saman óx okkur ásmegin, en á þeim árum varð að fara sparlega með. Þá varð maður helst að eiga fyrir hlutunum, nú eða geta fært sönnur á því að við værum borgunarmenn fyrir því sem kaupa átti. Gleymi því aldrei þega ég fór ein og sér til bankastjórans hér á Höfn og bað um smálán, alveg titrandi á beinunum. Þá vildi bankastjórinn vita til hvers ég ætlaði að nota peningana. Þegar ég stundi upp úr mér að mig vantaði píanóbekk fékk ég umsvifalaust það sem ég bað um. Fyrir allt streðið er ég óendanlega þakklát, og þakklát fyrir góða fjölskyldu.--- Á föstudaginn fórum við í tónleikaferð norður í land og lentum í arfavitlausu vetrarveðri og ófærð! Eftir 8 tíma þvæling sungum við tónleika sem gengu glimrandi. Laugardagstónleikarnir voru ekki síðri,bæði húsin góð og frábær hljóðfæri. Móttökur allar sem best verður á kosið fyrir utan norðlenska stórhríð. Næsta ferð verður á laugardaginn og þá hreinlega heimta ég gott veður af þeim guði sem ku stjórna veðrinu!--- Nú fer að styttast í annan endann á þessum vetri og verður gott að komast í frí. Dóttla mín kemur bráðum og svo erum við bestimann til 35 ára flogin. Þar til næst bið ég um gott veður hvarvetna.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

35 ár!! Það semsagt eru 30 ár sem skilja á milli í hjónaböndum okkar:) Gott að allt gekk vel og ferðalagið líka. Luf jú.Svanfríður.

baun sagði...

til hamingju með það:)

Védís sagði...

Til hamingju með 35 árin.

Ragna sagði...

Til hamingju Guðlaug mín. Ég kannast dæmalaust vel við þennan tíma sem þú talar um. Þá þekkti maður ekkert annað og allt var svo gott.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árin 35, ég bið gæfuna að halda áfram að vera með ykkur.
Kveðja úr kotinu í Portúgal