laugardagur, 20. júní 2009

America´s calling!

Héðan er sko allt gott að frétta, og ég er að æfa mig á nýja lappanum mínum! Er að verða svo helv... tæknivædd, og hvað gerir svo fólkið mitt? Þau hlæja sig máttlaus yfir tregðu minni í lærdómnum. Ég á nefnilega líka flotta myndavél sem þarf að læra á! Sá hlær best sem síðast hlær. Elskurnar mínar, þið sem kíkið hér inn kommentið sem aldrei fyrr, og segið mér að ég sé góður tækninemandi. Annað er í góðu lagi og ég elska snúðana mína. Þar til næst úr 30 stiga hita.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég bara hef alls ekkert hlegið mig máttlausa yfir "tregðu" þinni móðir góð.:)

Ragna sagði...

Til hamingju með nýja lappann. Þú verður nú ekki lengi að sópa því upp að læra á hann og myndavélina líka. Ég sendi ykkur öllum góðar kveðjur í hitann í Ameríkunni.
Njótið samverunnar og líði ykkur öllum vel.
Kveðja og knús í litla bláa húsið.

Nafnlaus sagði...

til hamingju með nýju græjuna, frábært! Dugleg ertu...

baun sagði...

frábært hjá þér! auðvitað lærirðu á þetta allt eins og að drekka vatn:)

Nafnlaus sagði...

Kær kveðja frá mér. Silja.

Nafnlaus sagði...

Svona á að taka á hlutunum, seiglast áfram og vita meira í dag enn í gær. Það er enginn vafi að þetta kemur hjá þér og þá verða allir svo glaðir, bæði þú og þeir sem njóta skrifa þinna og mynda. Bestu kveðjur úr kotinu þar sem líka er mikill hiti.
Þórunn