miðvikudagur, 24. júní 2009

Nokkuð góð!

Þessi dagur hefur varla verið mönnum bjóðandi veðurfarslega séð. Nú er klukkan 10 að kvöldi og hitinn er tæp 30 stig. Ég lofa ykkur því að koma með eitthvað af þessum stigum og sól í húfunni minni á laugardaginn. Lærdómurinn gengur bara þokkalega takk fyrir, og er ég búin að læra að setja myndir af nýju myndavélinni inn á nýja lappann! Þrátt fyrir þessa nýtilkomu nýjungagirni mína ætla ég ekki að skipta bestamanni út. Tíminn líður trúðu mér, og verður erfitt að slíta sig frá fólkinu sínu, en allt tekur enda og því verðum við að kyngja. Hittumst heil á landinu þar sem moskítóflugur þrífast ekki. Þar til næst.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já takk, ég skal alveg þiggja nokkur stig og sól :D

Íris Gísladóttir sagði...

hlakkar til að finna fyrir hitanum og sólinni sem þú kemur með heim