fimmtudagur, 17. september 2009

Fundin ber!

Þetta ætlaði ekki að ganga andskotalaust. Kennarinn kom og nú held ég að ég sé fær um að setja inn myndir, alein! Að vísu er röðin vitlaus, so be it.--- Hreinsunaraðferðin fylgdi mér úr föðurhúsum, en svona forláta pressa var ekki til. Bestimann tók sig vel út á henni og ég dásamaði svo herlegheitin í bak og fyrir. Núna er drukkin berjasaft í öll mál, og vei ef svínapestin vinnur á okkur. ---- Í dag er ég hamingjusöm---- er það svosem oftast, en nú hef ég von um að eignast skutlu. Bráðnauðsynlegt hjálpartæki fyrir fótafúna. Get verið meira úti og "brunað" um bæinn minn á 15 kílómetra hraða. Nú er bara að krossa fingur og vona að réttir aðilar standi við sitt. Tilvonandi skutla sendir ljúfar yfir þar til næst.

11 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Veistu hvað??Fyrst þegar ég leit á myndina af pabba þar sem hann bograr yfir með berjunum þá hélt ég,grínlaust,að hún Ása Ingva hefði kíkt í heimsókn!!!En svo leit ég aftur á og sá þá að þetta var hann pabbi minn:)

Nafnlaus sagði...

Mig langar alveg hroðalega í berjapressu. Og krækiberjasaft...

Védís sagði...

Vona að þú fáir skutluna, alveg frábært þegar fólk getur fengið ýmis tæki til að létta þeim lífið.
Ég á slatta af berjum í frysti, ætti kannski að bruna til ykkar og fá að prófa pressuna ;)

Íris Gisladóttir sagði...

Viss um að saftinn bragðast vel og er stútfull af vítamínum.
Þú verður svaka SKUTLA á skutlunni, vona svo sannaralega að þú eignist hana.

baun sagði...

vá hvað þið hafið verið dugleg að tína! glæsilegt:)

vona að þú fáir skutluna, þetta eru stórsniðug tæki.

Syngibjörg sagði...

Ekkert smá grúví græja!!!! og örugglega bráðnauðsynleg þegar maður hefur tínt heilan skóg af berjum.

Skutla - frábært nafn á farartæki, vona svo innileg að þú eignist eina slíka hið snarasta.

stella sagði...

þú ert skutla hvort sem þú situr á skutlunni eður ei, en mikið ofsalega vona ég heitt að þú fáir farartækið - þetta eru magnaðar skutlur...

berjamyndirnar eru flottar,
bestu kveðjur

Ragna sagði...

Ég reyni að útiloka öfundina þegar ég sé allan berjaafraksturinn ykkar. Ég hef nefnilega ekki séð ber þetta sumarið.
Alveg er ég viss um að með öllu þessu vítamínmagni bankar svínapestin ekki uppá hjá ykkur.
Að endingu þá vona ég innilega að þú fáir skutluna. Ég sko sitja með krosslagða fingur á meðan ég horfi á Spaugstofuna á eftir.
Kær kveðja í bæinn þinn,
Ragna

Nafnlaus sagði...

Veistu hvað mig langar í þegar ég skoða þessar myndir. Mig langar í bláberjaböku eða Vanillubúðing með krækiberjasafti ... eins og amma gerir :)
Hafðu það gott mín kæra og takk fyrir innlitið á bloggið mitt.
Kveðja, Elsa Lára.

Lífið í Árborg sagði...

Þessi berjapressa er mini útgáfa að pressunni sem nágranni okkar notar við víngerðina, þae. þegar hann er búinn að stappa á berjunum í nokkra klukkutíma.
Ég trúi ekki öðru en þú fáir skutlu til að skutlast um bæinn þinn. Bestu kveðjur til ykkar bestimann.

Nafnlaus sagði...

Blátt er yfir berjamó. Myndarskapurinn ríður ekki við einteyming í sveitinni frekar en fyrri daginn. Þetta er í einu orði sagt glæsilegt og myndirnar flottar og fínar. Hver heldurðu að sé að spá í rétta eða vitlausa röð? afa langar bara að skella sér á Hornafjörð. En ætli afa verði kápan úr klæðinu því að þessu sinni. En bestu kveðjur austur.