miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Út um víðan völl
Ekki spennandi tiltill, en eitthvað verður barnið að heita. Ég vil þakka öllum innilega fyrir góðar kveðjur mér og Frelsinu til handa. Mér þótti vænt um þær. Flygillinn minn og skutlan eru einhver bestu kaup sem ég hef gert um ævina, og það liggur við að það sé það eina af veraldlegum gæðum sem ég hvað stoltust af að eiga. Ég nota Frelsið þegar tími og veður gefst, og finnst ég eiga heiminn. ---Lífið gengur sinn vanagang hér á bæ við allt sem er á könnunni, og mér finnst hún stækka með "ári hverjinu" eins og kerlingin sagði. Kennslan, kórarnir, oktettinn og önnur aukastörf taka sinn tíma, en samt er ég búin að baka nokkrar til jólanna! Komið bara í kaffi og sannfærist. ---Það tínist til í Ameríkupakkann og leggur hann í langferð eftir helgina. Bloggið er ekki alvont eins og margir segja. Ég náði eftir bloggleiðum í barna draumabókina + geisladisk fyrir litlu guttana vestra, og þakka ég fyrir kærlega. Þið sem hafa lesið þessar línur mínar muna ef til vill að ég þoli ekki vetrarferðir, ég virðist vera mikil óveðurskráka þegar að þeim kemur. Mér virðist þó að annað fólk geti skroppið til Reykjavíkur og hvert á land sem er bara ef það ætlar sér það. Hef ekki komið til Rvík. síðan í Maí en á morgun á að leggja í hann eftir vinnu. Óperan og fleira skemmtilegt. Veðrið hefur verið með eindæmum gott síðan ég ætlaði norður yfir heiðar fyrr í haust en komst ekki vegna ófærðar. Núna er spáin þannig að allt virðist fara í vaskinn. Ef svo fer verð ég fúl, og þá er ekki gott að lifa hjá annarri eins geðprýðismanneskju sem ég er. -- Halló, búin að redda fríi og á nýjan kjól! Krossið putta kæra fólk, mig langar í Óperuna, og mig langar að hitta vini, og mig langar í sextugsafmælið sem okkur bestimann var boðið í fyrir mörgum vikum. Tek mér í munn setningu á góðri íslensku: ef það "sé ekki", fer ég aldrei af bæ nema á sumrin. Kærust yfir og allt um kring þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ég trúi bara ekki öðru en að þið komist.Þið getið alltaf lagt af stað og ef veðrið svíkur þá gistið þið bara á Klaustri eins og hér í den;) Ég krossa fingur mamma mín.Heyrumst áður en þið farið.Bless og góða nótt.
Ég vona svo sannarlega að þið komist í öll herlegheitin sem bíða ykkar hérna í Höfuðborginni.
Ég segi bara góða ferð og njótið alls þess góða sem í vændum er.
Kær kveðja til ykkar.
Höfuðborgin bíður ykkar og tekur fagnandi á móti Hornfirðingum sem öðrum góðum gestum. afi segir bara, Velkomin.
vona að þú hafir notið þín í nýja kjólnum í óperunni
Mikið vona ég að þú hafir komist suður til að sjá Óperuna. En fyrst og fremst ; INNILEGAR HAMINJGUÓSKIR MEÐ FRELSINS FÁK !!!!
Þú ert algjör skutla í þessum dásamlega galla ;-)
Bestu kveðjur
Þú verður nú að fara að segja okkur fréttir af því hvort þið komust í óperuna eða ekki. Vona að allt hafi gengið ykkur í hag!
Skrifa ummæli