laugardagur, 23. janúar 2010

þegar kötturinn sefur....

Lífið á mínum bæ akkúrat núna er rafmagnað. Bestimann og píanóstillarinn sitja æpandi í stofunni, og það er ekki allt guðsorð sem upp úr þeim rennur. Tveir vel fullorðnir menn, og ég er hrædd við hjartaáfall með áframhaldandi látum. Hvað er svona merkilegt við handboltaleik? Staðreyndin er sú að ég hef alls ekki taugar í svona æsing, en mér finnst boltastrákarnir flottir yfir rass og læri! Þar með er það upptalið. Svarið mér ef einhver hefur orðið nennu til að kíkja hér inn. Af hverju eru körfuboltamenn í svona hallærislegum hnébuxum? Ég hef aldrei haft tækifæri á að skoða á þeim fyrrgreinda líkamsparta! Annars er allt í góðu, var á þorrablóti í gærkvöldi þar sem ég graðgaði í mig hákarli og súrmeti og hélt ásamt öðrum uppi fjörinu. Í þessum skrifuðu orðum heyri ég mikil óp úr stofunni, fer og tékka á stöðunni þar til næst.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa.
Farðu vel með þig og vonandi ná "strákarnir okkar" að vinna leikinn.
Bestu kveðjur, Elsa Lára (sem bloggaði smá á meðan leikurinn var) :)

Nafnlaus sagði...

Við unnum leikinn. ha ha ah
Diddi Tuner.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Diddi my dear piano tuner-öskriði lágt takk því einu sinni öskraði pabbi svo hátt að mamma kom "hlaupandi" (sorry mamma) fram úr eldhúsinu,með svuntuna framan á sér,haldandi á sleif,hélt um brjóstið með hinni og hvæsti"Brói-ég hélt þú hefðir fengið hjartaáfall maður"

Lífið í Árborg sagði...

Sæl og blessuð, ég held áfram að koma til þín það er bara svo notaleg að lesa pistlana þína og fá frí frá öllu leiðinda þrasa sem fyllir öll blöð og fréttatíma núna. Bara gott að strákarnir geti öskrað úr sér áhyggjur og stress, það er ekkert betra en stress yfir boltaleik. Bestu kveðjur úr kotinu.

baun sagði...

Ég er svo gjörsamlega laus við áhuga á þessu boltasprikli að það hálfa væri hellingur. Finnst samt ágætt að dagfarsprútt fólk æpi svolítið endrum og sinnum, og þá er boltaleikur kannski ágætis útrás.

Íris Gísladóttir sagði...

Þetta eru einu kappleikirnir sem ég hef gaman af að horfa á, fyrir utan þegar börnin min eru að keppa í íþróttum. Kannski það séu bara fallegu kropparnir sem draga mig að skjánum :) Sammála þér með körfuboltastuttbuxurnar afskaplega ósmart

Ragna sagði...

Já Guðlaug mín það þarf sko sterkar taugar og hjarta til þess að lifa það af að horfa á strákana okkar keppa. Ég er orðin svo hjátrúarfull að halda að andstæðingarnir nái alltaf að skora þegar ég kem í stofuna til að horfa svo ég reyni oftast að halda mig inni í herbergi á meðan.
ha,ha,ha.
Ég er alveg sammála þér um klæðnað körfuboltastrákanna - ekkert gaman að horfa á þá.
Kær kveðja til þín Guðlaug mín og til hamingju með nýju tölvuna þína.

Álfheiður sagði...

Ég er alveg til í að prjóna húfu fyrir þig Gulla mín, viltu alveg eins og þessi sem er á myndinni? Hvaða lit? Komdu með hugmyndir :D
Þú getur líka kíkt á garnstudio.com og valið þar húfur og skoðað.
Láttu mig bara vita ...