föstudagur, 2. apríl 2010

af ungum og gungum.

Lítil vinkona sagði að ekkert nammi væri í páskaeggjum, bara ungar! Er hrædd um að hún verði fyrir vonbrigðum þegar hún uppgötvar sannleikann. Lítill frændi sagði svo bestimann á dögunum að páskarnir væru inni í páskaegginu. --Gott að hafa svona hluti á hreinu.--- Af gungunni er það helst: Ég er hrædd við eldgos, og er hrædd um/við fólk sem ekki hlustar á síendurteknar viðvaranir um hættusvæði, þoli ekki sjóferðir og er dauðhrædd við tannlækna. Er byrjuð í ferli sem endar í fallegri tönn ef ég lifi það af! Prófsteinninn verður næsta þriðjudag svo ég bið um fallegar bænir mér til handa. ---Var að horfa á mynd um sjálhverfa snillinga og veit ekki ennþá hvort mér líkaði hún betur en auglýsingin frá Iceland express. ---- Talaði við Natta patta í dag, hann talaði mjööööög mikið og ég skildi sumt, en afi átti í einhverju basli. Eyjólfur er náttúrulega orðinn hálffullorðinn og kemur sínu vel til skila. Er farin að telja dagana þar til litla fjölskyldan úr bláa húsinu koma í ömmu- og afahús. Þar til næst, farið varlega og gleðilega páska.

7 ummæli:

baun sagði...

Það má vel vera að páskarnir séu í páskaegginu, hef nú heyrt vitlausari hugmyndir en það;)

Gleðilega páska!

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég er hætt að vera hrædd við tannlækna; tannlæknirinn minn er svo vænn og ekki skemmdi fyrir að uppgvöta að hann er einn af vinum Péturs. Eigðu góða og gleðilega páska Frú Hestnes; færð þú páskaegg með páskum í? : )

Ragna sagði...

Ég óska ykkur Gleðilegra Páska Guðlaug mín og mikið skil ég tilhlökkun þína yfir ferðalöngunum sem þú átt von á er sumrar betur.
Um flakk fólks á gosstöðvar sé ég að við höfum svipað að segja.
Kær kveðja,

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já-ég er þér svo innilega og hjartanlega sammála um álkur sem álpast illa búin á gosstöðvar og hlusta ekki á viðvaranir.Ég er líka hálf hvumsa að fólk geri lítið úr því sem getur gerst ef Katla gýs.

En páskarnir gætu komið úr páskaeggjunum alveg eins og jólin koma í jólapökkunum;)

Ég er líka farin að hlakka til endurfundanna okkar seinna í sumar...verður bara ljúft og nauðsynlegt.

En það mikilvægasta af öllu í dag er að ÞÚ ÁTT AFMÆLI:)Til hamingju með daginn þinn elsku mamma mín.

baun sagði...

Til hamingju með afmælið Guðlaug:)

Frú Sigurbjörg sagði...

Til hamingju með afmælið páskamær!

Lífið í Árborg sagði...

Innilega til hamingju með afmælið og gleðilega páska. Takk fyrir allar heimsóknirnar í Austurkot.
Páskakveðja til ykkar bestimann.