miðvikudagur, 8. september 2010

Látið´ða ekki fara lengra.

Einu sinni gerðist ég þjófur.... en nota bene, ég var bara fimm ára. Í bókabúðinni í Hlíðunum var svo falleg dúkkulísubók ofan á glerborði, og hún freistaði mín. Komst klakklaust með hana heim og sýndi mömmu. Hún varð nú ekki par hrifin sú fróma kona.-- Skrýtið--- eða hvað? Í stuttu máli, við mæðgur löbbuðum í téða búð, ég látin skila dásemdinni og einnig til að biðjast fyrirgefningar. Enginn eftirmáli varð af uppátækinu, en ég gleymi þessu aldrei. --- Í dag komast menn upp með að stela og það drjúgt. Þurfa ekki að skila góssinu, hvað þá að biðjast afsökunnar. ( Mér finnst þó afsökunarbeiðni ekki eins sterkt og að biðjast fyrirgefningar). Mér er eiginlega allri lokið þessa dagana. Það er sama hvar drepið er niður fæti, allsstaðar er spilling og óheiðarleiki. Ég er ekki að tala um hinn venjulega Jón, því hann bara vinnur og reynir að láta allt ganga upp. Það eru HINIR sem ég fjargviðrast yfir án þess að halda lengri ræðu. Einnig virðist allt vera grín nú á dögum. Borgarstjórar Reykjavíkur hafa einatt verið í fréttum dagana langa gegnum tíðina, en nú ber svo við að núverandi stjóri er ekki spurður eins né neins. Kannski er það vegna þess að enginn þolir að hlusta á öll hikorðin, "grínið," hikstann og þetta allskonar sem vellur uppúr honum. Ekki er hann krafinn um mál OR, ekki um.... ok. Hér þagna ég. Í könnunum er Mr. grín vinsæll meðal landsbyggðarfólks.... halló, er landsbyggðin að grínast líka? Sem hluti af dreifbýlinu er mér ekki hlátur í hug. Ekki yfir neinu sem yfir mig er hellt á degi hverjum af fjölmiðlum. Segi mig sennilega frá öllum fréttaflutningi nema þegar hann er jákvæður. Kíki bara fyrir horn og horfi á það sem er jákvætt en loka eyrum og augum fyrir hinu. Ef það er strútsheilkennið, þá líkar mér það vel. --- Fyrir utan þetta raus gengur allt sinn vanagang hér og verkefnin eru næg. Nótnabunki á flyglinum og skólinn fullur af lífi. Einhverra hluta vegna líður mér betur eftir að hafa blásið hér, en enn og aftur, látið þetta alls ekki fara lengra, því þá veit maður ekki hvað gerist þar til næst.

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Bara völlur á minni;)Ætli þú hafir stolið síðan dúkkulísurnar rötuðu til baka í búðina?Ég held ekki.Lufjú.

Frú Sigurbjörg sagði...

Sver og sárt við legg; þetta fer ekki lengra Frú Hestnes!

Álfheiður sagði...

Lofa að kjafta ekki!

Egga-la sagði...

Verð að viðurkenna að ég er hætt að lesa moggan. Verð bara rugluð af þessu rugli.

Íris Gíslad sagði...

Mér leiðist nefndur stjóri og allt grínið, hikið og allt bullið. Stundum held ég bara að það sé dottið úr tísku að vera alvara. Og held það þyki varla ljótt að stela lengur, alla vega hjá sumum sennilega hafa þeir aldrei verið látnir skila því sem þeir stálu og biðjast afsökunar.

Nafnlaus sagði...

Jæja loksins tók ég blogghringinn :)

Sendi ykkur kveðjur í bæinn!

Kveðja Inda

www.inda.is

Ragna sagði...

Já Guðlaug mín, mikið er ég þér hjartanlega sammála, bæði um borgarstjórann og annað. Maður veit oft ekki sitt rjúkandi ráð yfir þessu öllu saman. Úrræðaleysið í dag er mun meira en hjá móður þinni forðum, sem lét þig skila dúkkulísubókinni og biðjast fyrirgefningar. Nú virðist fínt að stela og helst að hafa það nógu mikið því þá er ekkert gert í málinu. Engum er nú gert að mæta með góssið,skila því og biðjast fyrirgefningar um leið. Já þetta er ekki í okkar anda. Stórt knús til þín.