fimmtudagur, 14. október 2010

Alveeeeg að hafast!

Ja, nú hefur verið nóg að gera. Kötlumót um helgina og mikill lærdómur því fylgjandi sem vonandi skilar sér. Mér finnst "doldið" eins og ég sé að verða eins og geirfuglinn þarna um árið. Að vísu ætla ég mér ekki að verða útdauð á næstunni í þessu karlakórastarfi, en það hlýtur að koma að því. ---Af eðlilegum orsökum.--- Fyrsta mótið sem ég fór á var 1978, og hef farið allar götur síðan. Sennilega fer þetta að verða gott, en næsta mót verður eftir fimm ár! Lífið hér á Hólabrautinni hefur semsagt verið nokkuð litað af söngæfingum á kvöldin og lítið annað gerst. Allavega, ég er að fara á Kötlumót, ætla að spila eins vel og ég getá góðum degi, ætla að vera með mínum bestu vinum, ætla að hitta aðra nörda eins og mig og njóta lífsins. So long þar til næst.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér finnst svolítið kúl að eiga móður sem hefur spilað undir hjá sama kórnum síðan hvað?1975? Og er þetta ekki einsdæmi heima?
Þið eigið eftir að standa ykkur vel.Ég hef fulla trú á Karlakórnum Jökli því þið skilið alltaf ykkar og það vel.Ég er stolt af ykkur.

Egga-la sagði...

Góða skemmtun.

Íris Gíslad sagði...

Hef heyrt að það hafi verið gaman á mótinu. Og ég er viss um að þú mætir aftur eftir 5 ár.