þriðjudagur, 18. janúar 2011

Fegurð.


Það eru ekki allir með sömu skoðun á hvað er fallegt, en hver skoðun á rétt á sér.
Ég upplifi mikla fegurð þessa dagana, og er hún fólgin í ýmsu. Hér er alauð jörð, en birtan er að aukast, hænufet hvern dag. Það er fegurð fólgin í því. Hreindýrin sem þvælast fyrir okkur í mínum fjórðungi eru líka falleg, og skýin eru dásamleg. Ungur nemandi minn sem hélt að tiltekin nóta héti Þ var líka sætt. Lítill frændi bestimanns sem var á heimleið frá dagmömmu í dag í fylgd mömmu og ömmu var dásamlegur á sínum stuttu fótum. - Það var fallegt.- Í kvöld var kóræfing hjá mínum Gleðigjöfum hvar sem hver og einn er fallegur og veitir ekkert annað en gleði. Margt annað get ég talið upp sem er fegurð í mínum kolli, en sennilega gubba þá einhverjir af væmninni. Mætti ég þá frekar biðja um svona fegurðarfréttir í fjölmiðlum en þær sem dynja yfir okkur alla tíð, og ég skal glöð hafa gubbupoka mér við hlið ef væmnin keyrir úr hófi. --Á þessum nótum í Þ sendi ég ljúfar yfir þar til næst.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hvaða frændi minn er á stuttum fótum?
Já og svo væri ég til í að heyra hvernig Þ hljómar í dúett:)

Nafnlaus sagði...

Lilju Rósar sonur. mamma

Frú Sigurbjörg sagði...

Fegurðin er allt um kring, ef þú bara vilt sjá hana. Kærar kveðjur til þín, fallega kona.

baun sagði...

Gleðilegt ár, Guðlaug og takk fyrir góð og falleg bloggsamskipti á lðinu ári:)

Nafnlaus sagði...

Við mættum svo sannarlega fá meira að heyra um fegurðina, þú kennir okkur að opna augun fyrir öllu því fallega sem er í kringum okkur. Ég er orðin uppgefin á öllum þessum ljótu og leiðinlegu fréttum sem fjölmiðlarnir færa okkur.
Bestu kveðjur frá mér og mínum bestimann, sem var að ná svo fallegum aldri. Þórunn í Austurkoti