sunnudagur, 13. febrúar 2011

Björt og brosandi...

Sunnudagskvöld og heimurinn bíður eftir að ég taki þátt í lífsleiknum.
Ég ætla svo sannarlega að gera það, og vonandi með miklum bravúr. Í dag taldi ég svona á puttum og tám allavega 80 lög sem ég þarf að kunna mjög vel, og finnst mér það hálfur annar hellingur. Æfing með þeim ungverska gekk vel í gær, og tónleikar um miðjan mars. Þá verður stutt í að ég, unglambið eigi sko stórafmæli. Sumir læðast með veggjum þegar þeir ná góðum aldri, og er ég svosem engin undantekning þar á. Sem er frómt frá sagt asnalegt, því það ná ekki allir að eiga afmæli. Ætlaði semsagt í lengstu lög að skauta framhjá deginum, en bestimann sem er ennþá að reyna að axla ábyrgð á flettaradæminu fékk mig ofan af "skautunum". Auðvitað hefur maðurinn rétt fyrir sér, eins og alltaf!!! Tónleikar skulu haldnir og öllum boðið.... ykkur líka. (eða þannig) Nú, svo kemur vorið með tónleikahrinu og prófum....Eyjólfur verður búinn að missa tönn og Natti farinn að bíða eftir að hann missi líka tönn! Svo er Kanadaferð og AMERÍKA, en þar ætla ég að halda uppá afmælið mitt á hverjum degi. Ég ætla að knúsa mitt fólk eins lengi og þau nenna að knúsa mig. Núna ætla ég hinsvegar að setja upp bjartsýnisgleraugun og krossa fingur að mér takist þetta allt saman án stórskandals. Hvernig er það, eru engin svona bjartsýnis-Bröste í boði?! Jæjajæja, þar til næst sendi ég ljúfar yfir.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú ynnir Bröste verðlaunin ef ég fengi að ráða.Elska þig:)

Unknown sagði...

Afmæli skyldi hver halda með sínu nefi. Gangi þér allt í haginn með öll þín plön! Hvenær verða annars afmælis-tónleikarnir?

Lífið í Árborg sagði...

Þetta líkar mér, um að gera að setja upp bjartsýnisgleraugun. Þetta verður örugglega frábært hjá þér allt saman. Kær kveðja til bestimann, heppin ertu að eiga hann að.

Nafnlaus sagði...

Þú átt eftir að rúlla þessu upp, mín kæra.
kv Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

Katla, laugardaginn 2. apríl. Áttu kannski leið um? kveðja í þinn afmælisbæ! Ég sjálf.