sunnudagur, 27. febrúar 2011

Ég er glöð

Eftir hálf leiðinlega viku birti þó upp og beinhimnubólgan í mínum vesælu fótum gaf sig. Fyrir það er ég glöð. --Skemmti mér því prýðilega með mínu fólki í karlakórnum á árshátíð í gærkvöldi, hvar ég fékk þennan líka æðislega hring að gjöf frá þeim. Vatnajökull heitir gripurinn og fékk ég ást á honum strax, sem er óvanalegt með mig þegar kemur að skartgripum. Afmælisgjöfin hitti því beint í mark, en dagurinn er þó ekki alveg strax. Er semsagt líka glöð yfir að ná því að verða sextug, og skammast mín ekkert fyrir að upplýsa aldurinn. Það ná honum nefnilega ekki allir. Skil ekki þetta með konur og aldur.... við ættum frekar að þakka fyrir hvern dag og vera stoltar af að hafa náð honum og bera höfuðið hátt. Í Gleðigjöfunum mínum eru bara heldri konur, og þær eru upp til hópa fallegar og frjóar. Svoleiðis ætla ég að verða þegar ég verð stór.--- Mánuðurinn senn á enda og þá eru bara "svona margir dagar" þar til ég flýg á vit ævintýranna. Með þeim orðum sendi ég ljúfar yfir þar til næst.

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Jáhá!Þú mátt sko vera stolt af þér sextugri því fallegri konu sé ég ekki :) Þú ert tignarleg,berð þig vel á allan hátt og þú ert mamma mín og fyrir það gæti ég ekki verið þakklátari.

Frú Sigurbjörg sagði...

Dásamlega fallegur er hringurinn og hjartanlega sammála þér um aldurinn. Bestar kveðjur til þín.

Íris sagði...

Sammála þér um að maður á að þakka fyrir hvern afmælisdag sem maður á og segja stoltur frá aldrinum. Því eins og þú segir þá eru ekki allir svo heppnir að eldast. Svo verð ég nú að segja að þú berð aldurinn ljómandi vel og ekki verður slæmt að bera Vatnajökul á fingri.

Ragna sagði...

Takk fyrir pistilinn. Mikið er hringurinn fallegur og ekki efa ég að hann er gefinn af góðum hug og þú vel að honum komin.
Aldurinn er dásamlegur og ég er þér alveg hjartanlega sammála og finnst við einmitt eiga að vera þakklát fyrir hvern dag sem okkur er gefinn og fyrir hvert ár sem við fáum tækifæri til að halda uppá að hafa bætt við.
Kær kveðja,

Lífið í Árborg sagði...

Ég er hjartanlega sammála þessum yndislega kvennakór sem hefur skrifað hér á undan mér. Segi ekki fleira í bili en sendi þér og bestimman kveðjur frá kisu-Kotinu litla.

Elísabet sagði...

Firn fallegur hringur! Auðvitað á maður ekki að skammast sín fyrir að vera svo heppinn að eldast, skárra væri það nú;)

Nafnlaus sagði...

There is certainly a great deal to learn about this subject.

I love all the points you made.

My page - stand mixer