fimmtudagur, 28. júlí 2011

Blómskrýdd frú!







Það er nú bara þannig að ég elska lífið. Sérstaklega eftir góðar fréttir af tengdasyninum. Sem fyrr stendur dóttlan mín sem þessi stóri klettur í lífsins ólgusjó. Nú fer þetta að verða gott, og héðan í frá ætla ég að elta Bert upp stigann, og í lok árs ullum við hvort í kapp við feðginin, því þau standa nefnilega í ströngu. Að vera aðstandandi er heilmikið "djobb". -Héðan af Hólabrautinni er allt gott í sumarblíðunni. Garðurinn í blóma, rósaskálinn flottur, frúin málar og málar og býr til kæfu eins og enginn sé morgundagurinn. Sko, þegar sterarnir eru við völd ræð ég mér ekki fyrir kæti og krafti, en þegar þeir fjara út verður allt mikið rólegra og eðlilegra. Mikið lifandi skelfing skil ég litlu börnin núna betur sem þjást af ofvirkni og athyglisbresti. Þau eru nefnilega lítil og skilja ekki staðreyndir. Ég er fullorðin og veit um hvað málið snýst, en ræð ekki við að ná eðlilegri orku. Tek þó fram að steranir ráða ekki alveg yfir þessum þremur vikum sem líður á milli lyfja. Margir dagar eru eins og ég vil hafa þá. Í næstu viku hefst seinni skammtur af lyfjum, og þá verður fróðlegt að sjá hvernig ég virka... Okkur var sagt að seinna hollið væri vægara og því ætla ég að trúa.... Því...ég ætla í lítið blátt hús....ég ætla að faðma fólkið mitt í tætlur og ég ætla að tala við dóttluna alla nóttina! (á sterum væntanlega!) Við bestimann fórum í 36 klukkustunda ferðalag á dögunum og vorum sem fyrr skemmtilegir ferðafélagar í augum hvors annars. Merkilegt nokk eftir 37 ára búskap. Gaman að þessu kæru ferðafélagar í lífsins litrófi þar til næst.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þetta var bjartur og skemmtilegur pistill.Þú ert svo dugleg og bara mikið yndi og ég skal sko vel tala við þig nóttina,svo lengi sem ég fæ að sofa í hausinn á mér morguninn eftir...eða nei-þú ert alveg þess virði og meira til að vera þreytt fyrir:)Elsk'ykkur,ykkar Svanfríður.

Lífið í Árborg sagði...

Það er sannarlega gleði og bjartsýni í þessari færslu. Mikið samgleðst ég ykkur öllum og veit að framhaldið verður bara betra og betra. Það verður engin smá-gleði í litla bláa húsinu þegar þið verðið öll samankomin þar, eins ig syngjandi fuglar á grænni grein. Bestu kveðjur úr kisu-koti.

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gott að lesa pistlana þína, jákvæðnin og bjartsýnin fylla mann af vellíðan;-) Ég samgleðst ykkur mikið yfir þessum góðu fréttum af Bert og hef fulla trú á að þú sigrir líka í þinni baráttu.
Gangi ykkur vel.
kv. Helga

Íris sagði...

Mikil gleði í þessum pistli sem er gott. Vona svo sannarlega að þú komist sem fyrst í lítið blátt hús.

Frú Sigurbjörg sagði...

Mikið er gullregnið þitt fallegt!