sunnudagur, 10. júlí 2011
jamm og jæja
Þá fór hringvegurinn í sundur. Einmitt þegar ég ætlaði að vera á ferð í skjóli jökla. Náttúran lætur ekki að sér hæða og tekur ekki tilllit til eins né neins! Neitaði að fara fjallabaksleið, þannig að ég kom fljúgandi án bestimanns og fer í lyfjameðferð á morgun. Við Bert stöndum því í ströngu á morgun, sitthvoru megin Atlandsála. Þið sem komið hingað í heimsókn hugsið nú fallega til okkar. Á morgun er ég hálfnuð með lyfin, og þar með þessum sterku lyfjum. Síðustu 4 skiptin eru vægari, og sennilega gefin með viku millibili. Veit ekki hvort það er slæmt eða ekki, en allavega klárast meðferðin fyrr. Kannski þoli ég vikumeðferðina ekki eins vel og hingað til, en það verður seinnitíma vandamál. Má fjandakornið ekki vera að drolla þetta mikið lengur, ég þarf að fara að komast í lítið blátt hús. Ljúfastar yfir og allt um kring þar til næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég hló við setninguna "má fjandakornið ekki vera að drolla þetta lengur"....nei geturðu ekki flýtt þér,ha?
Lujú:)
Vona að allt gangi vel beggja megin Atlantsála og þú komist fljótt í lítið blátt hús
Ég segi nú eins og Svanfríður ég staldraði við setninguna um drollið. Þú ert ótrúlega töff í þessu öllu saman Guðlaug mín. Vonandi gengur ykkur vel bæði þér og Bert svo getið þið fagnað sigrinum saman í litla bláa húsinu þegar þar að kemur.
Kær kveðja út Kópavoginum.
Ég hef verið svo ótrúlega upptekin undnfarna daga að ég var fyrst núna að sá skrifin þín. Vonandi gekk allt vel hjá ykkur báðum, þú talar ekkert um það í nýrri pistlinum, enda með hugann við allt annað, innilega til hamingju með þína sterku góðu, fallegu dóttur.
Bestu kveðjur frá Austurkoti.
Skrifa ummæli