miðvikudagur, 12. október 2011

og áfram seiglast ég.

Er ekki munur?, en hárið er mjög torkennilegt svo ekki sé meira sagt, þar er marglitt! - Ég þakka ykkur öllum góðar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Tíminn líður frekar hægt, en seiglast þó áfram. Þótt ég finni ekkert til í geislunum bregst líkaminn við þeim, og þeim skilaboðum verð ég að hlýða með hvíld og að næra sálina. Það gerði ég t.d. í dag. Fór á hádegistónleika í Fríkirkjunni og voru þeir mikil sálarnæring. Yndislegt að geta farið alltaf á hádegistónleika á miðvikudögum. Þrátt fyrir að notfæra mér ekki Ljósið er margt sem ég geri til að stytta dagana. Fyrir svona landsbyggðardömu eins og mig fara allar þessar vegalengdir fyrir brjóstið á mér, og skortur á bílastæðum víða. Lenti í veseni í gær við Lansann, fékk sekt þrátt fyrir að vera með P merkið. Stöðumælavörðurinn baðst afsökunar en gat ekkert gert. Ég átti að andmæla......mikið djö.....hvað mig langaði að andmæla öllu mögulegu. Endaði í Vonarstræti hvar sem gengið var frá andmælunum! Asnalegt í meira lagi, en svona uppákomur stytta t.d.dagana!. Nú, svo skrapp ég heim um síðustu helgi og var það yndislegt. Bestimann fékk nöldrið sitt heim og allir glaðir. Hann verður svo með mér í viku bráðum. ----- Núna á laugardaginn ætla ég að fara í Kringluna um kl. 3 og fá mér kaffi á kaffibarnum fyrir framan Byggt og Búið. Má bjóða einhverjum með?-----Farið varlega elskurnar þar til næst.

10 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég mæti i Kringluna-er á hjóli.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér, þú hefur fengið einstakt hár, það verður fróðlegt að vita hvaða litur verður ráðandi.Gott hjá þér að nöldra yfir stöðumælasektinni, svona á ekki að eiga sér stað. Bara að ég væri komin til landsins, þá gæti ég hitt þig yfir kaffibolla en hver veit nema þú endurtakir þetta eftir viku eða svo, þá kem ég. Bestu kveðjur til ykkar bestuhjóna. Þórunn

Nafnlaus sagði...

Akkúrat þegar þú komst heim var ég í Reykjavík. þessi mynd er bara krútt :) Stórt knús á þig fínust mín, Magga

Ragna sagði...

Stundum þarf maður bara að fá útrás í að nöldra svolítið til þess að hreinsa út.
Í sambandi við hárið þá þarft þú ekkert að vera að kosta upp á strípur fyrst hárið kemur svona marglitt.

Sjáumst vonandi á morgun laugardag.
Kær kveðja,

Frú Sigurbjörg sagði...

Frábært að hitta ykkur yfir góðu kaffi og spjalli! Vonandi hittumst við aftur áður en langt líður : )

Ragna sagði...

Kærar þakkir fyrir samveruna í dag. Þetta var vel til fundið og svo gaman að hittast.

Ég setti myndir inn á Facebook hjá bæði mér og Svanfríði.

Íris sagði...

Það verður spennandi að sjá hvaða háralitur verður ráðandi hjá þér. Bílastæðamál við Landspítalann hafa löngum verið vandamál og það fer í mínar fínustu að þeir sem eru að leita sér lækninga skuli þurfa að keyra þarna í marga hringi áður en þeir fá stæði og lenda svo jafnvel í því að fá sekt..pffff Vona að þú eigir eftir að njóta fleiri kaffibolla í góðum félagsskap og að tíminn muni líða hraðar en þig þorði að gruna. Gott gengi áfram.

Egga-la sagði...

Hefði haft gaman að koma í kaffi í Kringluna en er því miður erlendis.

Gangi þér vel.

Nafnlaus sagði...

hefði sko gjarnan viljað mæta í kaffið, en ég er til allra hamingju búin og komn heim í græna húsið mitt, en hvernig er það er þetta ekki alveg að taka enda hjá þér?? allavega farið að síga á seinni hlutann ?? eru þetta ekki bara 25 skipti hjá þér, annars verð ég að mæta hjá Kristjáni Skúla 4. nóv og ef þú ert ennþá í geislum þá væri svo sannarlega gamana ða fá sét kaffibolla með þér
kv.Kristrún

Nafnlaus sagði...

Ef þetta væri nú hægt á Akureyri fengir þú engan frið fyrir mér,þú yndislega kona sem treystir mér fyrir dóttir þinni(eða þannig)á afar viðkvæmu tímabili.Þú ert hetja og þið mæðguð báðar,gangi þér vel.Kv. Ásta.