þriðjudagur, 25. október 2011

"sprell alife"!

Ég vil þakka öllum sem drukku með mér kaffisopann á dögunum fyrir síðast, og finnst að svona hittingur eigi að verða aftur. ----Er að hvíla mig á sjúkrahótelinu þessa vikuna og dveljum við bestimann í íbúð úti í bæ. Geislar og allt sem þessu fylgir er mín fulla vinna, en í aukavinnu fórum við hjónin á frumsýningu Töfraflautunnar og sáum svo Listaverkið í Þjóðleikhúsinu. Ég ætla ekki að fara grundikt í þessar sýningar, en mikið lifandis skelfing var þetta skemmtileg helgi. Fleira er á döfinni sem er skemmtilegt, sennilega svo skemmtilegt að ég gleymi kláða og bruna á geislasvæðinu. Nú er farið að styttast í annan endann og það veit himnafaðirinn og öll sú fjölskylda að þá verður kátt í kotinu, sko mínu altso!............Held svei mér þá að ég kaupi mér eitthvað fallegt og haldi svo veislu þar til næst. Ps. Ég er að fá fyndið hár!

8 ummæli:

Lífið í Árborg sagði...

Það er svo unaðslegt að vera "sprell alife" að ég tali nú ekki uma að komast á tvær góðar sýningar í leikhúsunum. Við erum oft í nýja húsinu okkar eða nágrenninu svo þið hringið bara á undan ykkur þegar þið komið austur. Síminn er 8234119.
Kveðja frá Kotbúum sem eru orðnir Fossbúar.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá þig með fyndið hár;-) Þú ert snillingur! Gangi þér vel.
kv. Helga

Frú Sigurbjörg sagði...

Eruð þið bestimann nokkuð búin að koma í Melabúðina án þess að spyrja eftir mér??
Kærar þakkir fyrir kaffihúsaspjallið, meiriháttar að hitta ykkur og tek undir að við þurfum að gera það aftur, fyrr en seinna.

Nafnlaus sagði...

Heyrði í móður minni í dag og sagði henni frá hittingnum þínum á kaffibarnum. Henni fannst þetta bráðsniðugt hjá þér og var svekkt að ég skyldi ekki láta hana vita af þessu tímanlega. Ég er búin að lofa að fylgjast með ef þú hyggst endurtaka leikinn og láta hana vita;-)
kv. Helga

Ragna sagði...

Takk fyrir samveruna um daginn. Þetta verðum við að endurtaka.
Ég sá myndina af ykkur flottu hjónunum í Hörpu og fannst svo gaman að sjá að þið voruð með þeim Ágústu og Jónasi á myndinni. Þetta hefði farið fram hjá mér ef Svanfríður hefði ekki birt slóðina.
Þú varst nú vel "alife" þegar við hittum þig en bóndinn hefur svo breytt því í sprell-alife þegar hann mætti á svæðið.
Kær kveðja.

Íris sagði...

Yndislegt að vera svona sprell alife :) hlakka til að fá að sjá mynd af fyndnu hári. Mikið tókuð þið Bestimann ykkur vel út í Hörpunni.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég var ekkert búin að kvitta, ég sé það núna. Hvurslags! Um að gera að kalla í spjall á kaffihúsi,það er bara svo gaman. Ég er glöð að þið, bloggvinir, haldið utan um mömmu svona. Ég elska ykkur, við heyrumst, ykkar Svanfríður.

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt,þú ert svo jákvæð gangi þér sem allra,allra best.Kv.Ásta.